San Juan Argentína,
Flag of Argentina


SAN JUAN
ARGENTÍNA

.

.

Utanríkisrnt.

Booking.com

San Juan er höfuðborg samnefnds fylkis á þurrkasvæði, sem er gert ræktunarhæft með áveitum frá San Juan-ánni.  Hún er miðstöð viðskipta víðáttumikils vínrætarhéraðs.  Þar er líka stundaður hefðbundinn landbúnaður, nautgriparækt og ræktun korns og ávaxta.  Margs konar verksmiðjur eru í borginni, s.s. niðursuða, pökkun, vínframleiðsla, timburvinnsla og framleiðsla sements.  Margir gesta borgarinnar kíkja á Sögusafnið og þar er fylkisháskóli, verkfræðiháskóli katólska Cuyo-háskólans (1953) og jarðskjálftamiðstöð.

Sarmiento bókasafnið og fæðingarstaður argentínska forsetans og kennarans Domingo Faustino, sem nú er safn, voru meðal fárra bygginga, sem stóðu eftir hræðilega jarðskjálftahrinu 1944.  Borgin var stofnuð árið 1562 og nefnd eftir San Juan de la Frontera.  Hún var lengi hluti af Síle.  Áætlaður íbúafjöldi árið 1991 var 120 þúsund.

 TIL BAKA     Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir            HEIM