Hornhöfði
(Cape Horn) er í Suður-Síle á Horneyju í Eldlandseyjaklastanum.
Hann er syðsti hluti Suður-Ameríku og teygist inn í
Drakesundið, sem tengir Suður-Atlantshaf og Suður-Kyrrahaf.
Grýttur höfðinn rís 424 m úr sjó.
Skipaferðir fyrir hann eru mjög hættulegar vegna veðurlags,
strauma og hafíss.
Á tímum seglskipanna fórust þar hundruð skipa.
Hollenski
sæfarinn Willem Cornelis Schouten var fyrstur Evrópumanna til að
sigla fyrir Horn árið 1616 og skírði höfðan eftir fæðingarstað
sínum, Hoorn í Hollandi. |