Mendoza Argentína,
Flag of Argentina


MENDOZA
ARGENTÍNA

.

.

Utanríkisrnt.

Booking.com

Mendoza er höfuðborg samnefnds fylkis við rætur Andesfjalla og verzlunarmiðstöð svæðis, sem nokkrar ár falla um og gera velræktanlegt.  Þar er framleitt mestallt vín í landinu og mikið er ræktað af ávöxtum.  Aðalatvinnuvegirnir er víngerð, pökkun ávaxta, olíuhreinsun og málmvinnsla.  Árið 1861 eyddist borgin næstum alveg í jarðskjálftum og var endurbyggð.  Hún er við austurenda vegakerfisins og járnbrautanna yfir Andesfjöllin til Síle.  Guyoháskólinn var stofnaður 1939 og Mendozaháskóli 1960.

José de San Martín, hershöfðingi, leiddi her sinn yfir Andesfjöllin 1917 til að leysa Síle undan yfirráðum Spánverja.  Minnismerki um þann atburð er áberandi á nálægri hæð og ýmsir gripir frá þessari herför eru í vörzlu safna borgarinnar.  Áætlaður íbúafjöldi árið 1991 var 122 þúsund í borginni sjálfri en 734 þúsund á borgarsvæðinu öllu.

 TIL BAKA     Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir            HEIM