La Plata Argentína,
Flag of Argentina


La PLATA
ARGENTÍNA

.

.

Utanríkisrnt.

Booking.com

La Plata er höfuðborg Buenos Aires-fylkis á vesturbakka ármynnis Río de la Plata ófjarri höfuðborg landsins.  Borgin er nútímaleg og velskipulögð á u.þ.b. 5 km² svæði með breiðum og beinum breiðgötum og fjölda torga og skemmtigarða.  Hún er einkum stjórnsýslumiðstöð og háskólaborg (1905).  Bæði vega- og járnbrautarsamband er gott og hafskipahöfnin í Ensenada er mjög góð.  Meðal atvinnuvega í borginni er olíuhreinsun, kjötpökkun, hveitimölun og framleiðsla vefnaðarvöru og véla.

Katólski háskólinn var stofnaður 1968 og Lögfræðiháskólinn 1965.  Í náttúrufræðisafni borgarinnar er heimsfrægt fornfræðisafn.  La Plata var stofnuð sem fylkishöfðuborg árið 1882, þegar fyrrum höfuðborg, Buenos Aires, varð að höfuðborg alls landsins.  Áætlaður íbúafjöldi árið 1990 var 650 þúsund.

 TIL BAKA     Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir            HEIM