La
Plata er höfuðborg Buenos Aires-fylkis á vesturbakka ármynnis Río
de la Plata ófjarri höfuðborg landsins.
Borgin er nútímaleg og velskipulögð á u.þ.b. 5 km² svæði
með breiðum og beinum breiðgötum og fjölda torga og skemmtigarða.
Hún er einkum stjórnsýslumiðstöð og háskólaborg (1905).
Bæði vega- og járnbrautarsamband er gott og hafskipahöfnin í
Ensenada er mjög góð. Meðal
atvinnuvega í borginni er olíuhreinsun, kjötpökkun, hveitimölun og
framleiðsla vefnaðarvöru og véla.
Katólski
háskólinn var stofnaður 1968 og Lögfræðiháskólinn 1965.
Í náttúrufræðisafni borgarinnar er heimsfrægt fornfræðisafn.
La Plata var stofnuð sem fylkishöfðuborg árið 1882, þegar
fyrrum höfuðborg, Buenos Aires, varð að höfuðborg alls landsins.
Áætlaður íbúafjöldi árið 1990 var 650 þúsund. |