Patagónía
er svæði í Suður-Argentínu austan Andesfjalla og sunnan Coloradoárinnar.
Heildarflatarmál þess er u.þ.b. 777 þúsund km².
Þar eru aðallega eyðimerkursléttur, sem ná inn í
austurhluta (argentínska hlutann) Eldlands, sem er eyjaklasi sunnan
meginlandsins.
Sauðfrárrækt er aðalatvinnuvegurinn á þessu stóra svæði.
Nafn þess var fyrst notað um syðsta hluta suðurameríska
meginlandsins, bæði Argentínu- og Sílemegin.
Portúgalski
landkönnuðurinn Ferdinand Magellan kom þangað fyrstur árið 1520.
Landnám hófst ekki á þessum slóðum fyrr en eftir 1880.
Endanleg skipting Patagóníu milli Argentínu og Síle fór fram
árið 1902. |