Rosario Argentína,
Flag of Argentina


ROSARIO
ARGENTÍNA

.

.

Utanríkisrnt.

Booking.com

Rosario er nútímaborg í Santa Fe-fylki með breiðgötum, skemmtigörðum, fallegum úthverfum og höfn við Paraná-ána.  Hún er meðal stærstu borga landsins og þar er mikilvæg járnbrautarstöð og umskipunarstaður.  Hafskipum er fært til borgarinnar um Paraná-ána.  Höfnin safnar stöðugt árframburði og það verður að dýpka hana reglulega.

Meðal útflutningsvara borgarinnar eru hveiti, hey, matarolíur, maís, sykur, timbur, kjöt, húðir og ull.  Verksmiðjur í borginni vinna hveiti, sykur, kjötvörur og önnur matvæli.  Rosarioháskóli var stofnaður 1968.  Borgin var stofnuð árið 1725 en var þorp til 1850, þegar hún hlaut opinbera viðurkenningu sem hafnarborg.  Áætlaður íbúafjöldi árið 1991 var 900 þúsund.

 TIL BAKA     Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir            HEIM