Tucumán
er höfuðborg samnefnds fylkis við Salí-ána.
Hún er viðskiptamiðstöð áveituhéraðs, þar sem mikið er
framleitt af sykri, hrísgrjónum, tóbaki og ávöxtum.
Tucumánháskóli var stofnaður 1914 og St Thomas Aquinas-háskólinn
1965.
Borgin var stofnuð 1565 og flutt á núverandi stað 20 árum síðar.
Árið
1812, í frelsisstríðinu, sigruðu herir Manuel Bergrano hershöfðingja
her konungssinna í borginni.
Fjórum árum síðar var sjálfstæði Argentínu lýst yfir í borginni á fulltrúaþingi.
Sjálfstæðishúsið, fundarstaður þingsins, er varðveitt sem
þjóðarminnismerki.
Áætlaður íbúafjöldi 1991 var 623 þúsund. |