Concordia Argentína,
Flag of Argentina


 CONCORDIA
ARGENTÍNA

.

.

Utanríkisrnt.

Booking.com

Concordia er borg í Entre Ríos-héraði í Norðaustur-Argentínu við Úrúgvæána gegnt Salto í Úrúggvæ.  Borgin var stofnuð 1832 og er miðstöð viðskipta og framleiðslu.  Þar eru sútunar-, hveiti- og hrísgrjónaverksmiðjur, sögunarmyllur, kalkþurrkunarofnar o.fl.  Korn og sítrusávextir eru aðalútflutningsvörurnar.  Höfn borgarinnar þjónar grunnskreiðum bátum, sem annast flutninga um efri hluta Úrúgvæárinnar.  Salto Grande orkuverið var byggt í samvinnu Argentínu og Úrúgvæ og var lokið 1983.  Bygging þess krafðist lagningu vegar og lagningar járnbrautar milli landanna 32 km norðan Concordia.  Borgin býður upp á margs konar afþreyingu, s.s. kappreiðar og golf.  Lax- og doradoveiðar í Úrúgvæánni laða að ferðamenn.  Borgin er í vega-, járnbrauta- og skipasambandi við Buenos Aires og flugsamgöngur eru góðar.  Áætlaður íbúafjöldi árið 1991 var tæplega 140 þúsund.

 TIL BAKA     Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir            HEIM