Mar
del Plata er nútímaborg (1874) í Buenos Aires-fylki við
Atlantshafsströndina við Corrientes-höfða.
Hún er vinsælasti strandbaðstaður landsins og er kunn fyrir
fallegar og góðar Strendur, skemmtigarða og einhverju stærsta spilavíti
í heimi. Fjöldi folks kemur þangað frá Buenos Aires miðsumars (janúar-febrúar)
til að kæla sig svolítið niður og synda í krystaltærum sjónum,
sem er í hrópandi andstöðu við kolmórautt mynni árinnar Río de
la Plata.
Mar del Plata er
mikil verzlunarborg, miðstöð fiskveiða og fiskvinnslu og sjóstangaveiði.
Sælgætisframleiðsla er mikil.
Gestir borgarinnar kíkja gjarnan á San Pedro dómkirkjuna,
lystigarðinn og borgarsafnið og fara í Colónleikhúsið.
Háskóli borgarinnar var stofnaður 1961.
Sjóherinn hefur bækistöð í borginni.
Áætlaður íbúafjöldi árið 1990 var 530 þúsund. |