Sádi-Arabía
er sjálfstætt ríki í Miðausturlöndum.
Það nær yfir u.þ.b 80% Arabíuskagans og heildarflatarmál þess
er u.þ.b. 2.240.000 km².
Í norðri eru Jórdan, Írak og Kúvæt, Persaflói, Qatar,
Sameinuðu furstadæmin og Óman í austri, Óman í suðaustri, Jemen í
suðri og suðvestri og Rauðahafið og Aqabaflói í vestri.
Hlutar landamæra að Sameinuðu furstadæmunum, Óman og Jemen eru
óglöggir.
Sádi-Arabía og Kúvæt deildu með sér 5.700 km² svæði við
Persaflóa fram að 1969, þegar ríkin sættust á landamæri þar.
Hvort ríkið fyrir sig ræður yfir helmingi svæðisins en þau
skipta með sér arði af olíu, sem finnst á því öllu.
Höfuðborgin er Riyadh.
Landið var skirt í höfuð höfðingjaættarinnar, sem hefur ráðið því síðan á 18. öld. Sádi-Arabía
er ríki múslima af arabakyni.
Það var meðal landanna, sem stofnuðu Arababandalagið árið 1945
og aðili að Islamráðstefnunni 1971.
Yfirvöld reka stranga utanríkisstefnu gagnvart útlendingum.
Þeir geta einungis fengið vegabréfsáritun til landsins, ef
innlendir einstaklingar eða fyrirtæki bjóða þeim í heimsókn.
Þegar viðkomandi gestur er kominn til landsins, kynnist hann stoltu
fólki með mikla sjálfstæðistilfinningu.
Gríðarlegar efnahagslegar breytingar, sem urðu á sjöunda áratugi
20. aldar, breyttu ekki áhrifum trúarinnar á líf og hagi íbúanna.
.
|