Allt
frá miðri 20. öldinni hefur hefur lífsmunstur landsmanna breytzt
verulega og hraðinn aukizt.
Mekka og Medína, heilugustu borgir múslima, hafa ætíð dregið
til sín útlendinga, sem fjölgar í takt við bættar samgöngur og
skipulag.
Olían hefur valdið varanlegum breytingum í lífi íbúanna á
sviðum menntunar, samfélags og efnahagsmála.
Tækniframfarir,
nútímaskipulag og þörfin fyrir sérmenntað fólk hafa leitt til
aukins fjölda starfandi útlendinga í þessu hefðbundna þjóðfélagi
og krafizt þess, að hundruð þúsunda Sádiaraba taki til höndum í
óhefðbundnum starfsgreinum.
Auk þess hafa tugir þúsunda sádiarabískra stúdenta stundað nám erlendis, einkum í BNA.
Sjónvarp og útvarp eru orðin algengir fjöl- og menningarmiðlar.
Hraðbrautir og samgöngur
í lofti hafa tekið við af hefðbundum og hægari ferðamáta
úlfaldalestanna. |