Sádi Arabía stjórn félagsmál,
Flag of Saudi Arabia


SÁDI ARABÍA
STJÓRN og FÉLAGSMÁL

.

.

Utanríkisrnt.

Booking.com

Ríkisstjórnin.  Ríkisstjórn landsins byggir á lögum islam (Shari’ah), sem eru bođskapur og venjur spámannsins og fyrstu fylgjenda hans.  Lög múslima skýra borgaraleg og trúarleg réttindi, skyldur, kvađir og virđingu fyrir yfirvöldum og undirsátum.  Lögin eru opinberuđ en ekki samin og túlkun ţeirra er á valdi hinna lćrđu, trúuđu manna (ulama).

Í persónu konungsins felst löggjafar-, framkvćmda- og dómsvaldiđ.  Sem forsćtisráđherra er hann í fararbroddi ráđuneytis sins.  Ţetta ráđuneyti er löggjafarvaldiđ, ţótt ţađ ráđi einnig stefnunni í innan- og utanríkismálum, varnar-, fjár-, heilbrigđis- og menntamálum, sem ţađ felur ýmsum öđrum stofnunum sínum.  Konungurinn velur sér ráđherra eđa víkur ţeim úr starfi ađ eigin vild.  Mikilvćgar ákvarđanir eru ađallega í höndum konungsfjöldkyldunnar, sem er fjöldi afkomenda stofnanda konungsríkisins, Ibn Sa’ud.  Margir međlimir hennar eru í ábyrgđarmiklum stöđum.

Konungsdćmiđ gengur ekki í erfđir.  Konungsfjölskyldan og ráđherrarnir tilnefna krónprinsinn međ ađstođ trúarleiđtoganna.  Hann ţjónar sem varaforsćtisráđherra.  Sömu ađferđ er beitt viđ tilnefningu annars varaforsćtisráđherra, sem gengur ţarnćstur ađ erfđum krúnunnar.

Konungsdćmiđ skiptist í stjórnsýslusvćđi, sem skiptast í héruđ međ skipuđum landstjórum.  Ţeir bera m.a. ábyrgđ á fjár-, heilbrigđis- og menntamálum og landbúnađar- og borgarmálum í héruđum sínum.  Meginreglan um ráđgjafarhlutverk gildir um öll sviđ ríkisstjórnarinnar, hvort sem ţađ snertir ţorp eđa ćttflokka.


Dómsvaldiđ.  Shari’ah-lögin eru grundvöllur réttlćtisins.  Dómar eru yfirleitt byggđir á islömskum hefđum Hanbali.  Lögin eru í flestum tilfellum íhaldssöm og refsingar harđar.  Dómsmálaráđuneytiđ var stofnađ áriđ 1970.  Náiđ samstarf er milli ţess og hćstaréttarráđsins, ţar sem fremstu leiđtogar trúarinnar sitja.  Rúmlega 300 Shari’ah-réttir starfa um land allt.  Hrađfara breytingar ţjóđfélagsins frá miđri 20. öldinni hafa valdiđ ađstćđum, sem hefđbundin lög ná ekki yfir (umferđarslys o.fl.) og eru leystar međ konunglegum tilskipunum.  Ţessar tilskipanir hafa orđiđ ađ lagabálki, sem er í stöđugum vexti.  Áfrýjunarleiđirnar liggja til konungs, sem vegur og metur hvert mál fyrir sig og getur náđađ sakamenn eđa breytt dómum.

Hermál.  Herskylda ríkir ekki í landinu og herinn er skipađur sjálfbođaliđum.  Landherinn er um 60% heraflans.  Nútímavćđing hans gekk hratt fyrir sig eftir sexdagastríđiđ viđ Ísrael.  Liđsforingjar í hernum fá ţjálfun í herskóla ‘Abd al-Aziz konungs skammt norđan Riyadh.  Flugherinn var búinn brezkum flugvélum og vopnum fram á áttunda áratuginn, ţegar viđskiptunum var beint til BNA.  Stórar herstöđvar eru viđ Riyadh, Dhahran, Hafar Al-Batin viđ landamćrin ađ Írak og Kúveit, Tabuk í norđvesturhlutanum, nćrri landamćrum Jórdaníu og Khamis Mushayt viđ landamćri Jemen.  Land-, flug- og sjóher landsins eru undir stjórn varnarmálaráđherrans, sem er einnig annar varaforsćtisráđherra landsins.  Ţjóđvarđliđiđ er öryggislögregla landsins, sem er líka ćtlađ ađ styrkja her landsins viđ varnir ţess, sé ţess ţörf.  Međal mikilvćgustu hlutverka ţess er ađ gćta olíusvćđa landsins.  Stjórn ţess er ađskilin frá hernum og foringi ţess er ábyrgur gagnvart krónprinsinum.  Herinn rćđur erlenda hernađarráđgjafa til ţjálfunar.

Menntamál.  Menntun er frí á öllum stigum og međal ađaláherzluatriđa ríkisstjórnarinnar.  Skólakerfiđ byggist á barnaskóla (1-6 bekkur), miđskóla (7-9 bekkur) og framhaldsskóla (10-12 bekkur).

Tćkifćri til ćđri menntunar hafa aukizt međ undraverđum hrađa.  Međal ćđri menntastofnana eru Háskóli Sa’ud konungs (fyrrum Riyadh-háskóli stofnađur 1957), Islamski háskólinn (1961) í Medína og Háskóli ‘Abd al-Aziz konungs (1967) í Jiddah, Tćkniháskólinn, Lagaháskólinn, Herskóli ‘Abd al-‘Aziz konungs og Skóli fyrir arabíska tungu (allir í Riyadh).  Í Dhahran er háskóli fyrir nám í olíu- og jarđefnafrćđum (Mekka).  Hadith-söguskólinn (Mekka).  Listaskólinn og kennaraskólinn í Medína.  Iđnskólar eru í Riyadh, Jiddah, Medína og Ad-Dammam.  Í nokkrum borgum eru trúarskólar og lćknaskóli í Jiddah.  Margir erlendir kennarar starfa í skólum landsins, einkum á sviđi tćkni og lćknavísinda.  Mikill fjöldi stúdenta er viđ nám í erlendum háskólum.

Heilbrigđismál.  Allt frá áttunda áratugnum hafa orđiđ miklar framfarir í heilbrigđismálum landsins.  Fjölda sjúkrarúma, lćkna og annarra heilbrigđisstétta hefur aukizt gífurlega.  Á níunda áratugnum var miklu fé veitt til byggingar nýrra sjúkrahúsa og heilsugćzlustöđva og ráđningar starfsfólks.  Heilsugćzlustöđvar á hjólum ţjóna byggđum međ fćrri en 10.000 íbúa og hinum fáu, sem lifa enn ţá hirđingjalífi.  Ríkisstjórnin hefur lagt áherzlu á menntun og ţjálfun innlends starfsliđs til ađ taka viđ af erlendu vinnuafli í heilbrigđiskerfinu.  Mikil áherzla er lögđ á ađ vinna á augnsjúkdómnum trakómu og sjúkdómunum malaríu, ormaveiki (bilharzia) og kóleru.

 TIL BAKA        Ferđaheimur - Garđastrćti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir         HEIM