Sádi Arabía menningin,
Flag of Saudi Arabia


SÁDI ARABÍA
MENNINGIN

.

.

Utanríkisrnt.

Booking.com

Menningarumhverfið er að hætti araba og múslima.  Margs konar forskriftir varðandi hegðun og fatnað eru notaðar til að viðhalda hreinleika trúarinnar.  Áfengir drykkir eru bannaðir og leikhús og kvikmyndahús eru ekki til.  Menntaðir Sádiarabar eru vel að sér um arabaheiminn, heim múslima og umheiminn en engum er ráðlagt að viðra skoðanir sínar á innanríkismálum.  Stjórnmálaflokkar og verkalýðsfélög eru ekki til.

Í þúsund ár byggðist listsköpun á fornum hefðum.  Frá 18. öld réði hreintrúarstefna Wahhabi, sem hvatti til fylgni við viðurkenndar áherzlur í listum.  Í upphafi olíuiðnaðarins opnuðust leiðir erlendra áhrifa, s.s. í húsagerð, húsgögnum og fatnaði, þannig að innlendir fagmenn fengu skyndilega samkeppni vegna innfluttra vara.

Tónlist og dans hefur ætíð verið hluti lífstíls Sádiaraba.  Sýnilegar listir fólust í samræmi, blóma- og óhlutstæðum skreytingum og skrautskrift.  Innlendur byggingarstíll er hefðbundinn með skreytingum kringum dyr og glugga og veggjum með skörðóttum brjóstvirkjum.  Alda breytinga reið yfir á sjöunda áratugnum og hafði áhrif á byggingarlistina.  Beinar línur urðu allsráðandi í skrifstofu- og íbúðarhúsum.  Fagrar flugstöðvarbyggingar í Riyadh og Jiddah bera samt vott um trúnað við fornar byggingarhefðir.

Nokkur dagblöð og vikublöð eru gefin út á arabísku og ensku.  Útvarps- og sjónvarpsstöðvar eru reknar á ábyrgð upplýsingaráðuneytisins og símakerfi landsins er nútímavætt.

 TIL BAKA        Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir         HEIM