Khamis
Mushayt er borg í Suðvestur-Sádi-Arabíu, 27 km norðaustan
Abha-borg. Hún er inni í
landi, í fjallendi með frjósömum jarðvegi.
Frá upphafi vegar hefur hún verið verzlunarborg og nafnið
þýðir fimmtudagur, sem var aðalmarkaðsdagur Mushayt-ættflokksins.
Bygging herstöðva fyrir landherinn og flugherinn sunnan
borgarinnar hleyptu lífi í borgina og hún þandizt út.
Landbúnaður á þessu svæði er líka veigamikil tekjulind
(hveiti, hrísgrjón, kaffi og hennarunnar).
Áætlaður íbúafjöldi 1992 var 220 þúsund. |