Sýrlenzka
eyðimörkin er á Arabíuskaga norðanverðum og nær yfir norðurhluta
Sádi-Arabíu, Norðaustur-Jórdaníu, Suðaustur-Sýrland og Vestur-Írak.
Flatarmál hennar er í kringum 518 þúsund ferkílómetrar.
Miðsuðurhluti hennar er kallaður al-Hamad en sumir nota þetta
nafn um alla eyðimörkina.
Norðurhlutinn liggur að svæði, sem er kallað Frjósami
hryggurinn.
Ræktun í eyðimörkinni er ekki möguleg, því að meðalúrkoman
er einungis 127 mm á ári, en hirðingjar rækta þar nautgripi og drómedara.
Um eyðimörkina liggja olíuleiðslur frá olíusvæðunum í Sádi-Arabíu
og Írak til hafna við Miðjarðarhaf. |