Al
Jubayl
eða
Al Hasa er borg í Austurhéraði í Sádi-Arabíu.
Hún er hafnarborg við Persaflóa, u.þ.b 97 km norðan olíuhafnarinnar
í Al-Dammam.
Hún hefur þróast úr yfirlætislausu þorpi í mikilvæga nútímaiðnaðarborg.
Líkt og systurborg hennar, Al Jubayl við Rauðahaf, þróaðist
hún í tengslum við nýtingu gífurlegra olíu- og gasbirgða
landsins.
Þarna risu olíuhreinsunarstöðvar og stálverksmiðjur og ein
stærsta verksmiðja, sem framleiður drykkjarvatn úr sjó og rafmagn
um leið.
Auk þessara athafna eru framleiddar plastvörur og áburður til
útflutnings.
Aðrar verksmiðjur framleiða neyzluvörur.
Við Al Jubayl er einnig stór stöð sjóhersins, sem lék
veigamikið hlutverk í Flóabardaga 1990-91.
Nútímavegir tengja borgina við aðra landshluta og samgöngur
í lofti eru góðar.
Meðal áhugaverðra staða í borginni eru rústir kirkju frá
snemmkrisnum tímum og upplýsingamiðstöð, þar sem uppbyggingu nútímaborgarinnar
eru gerð skil.
Al
Jubayl hvorki stór byggð né söguleg.
Hún byggðist í lítilli vin með tveimur lindum og var
upphafsstaður einnar aðalleiðarinnar til Riyadh og annarra borga inni
í landi vegna hafnaraðstöðunnar.
Höfnin var dýpri en nærliggjandi hafnir og því eftirsóttari
kaupskipahöfn en hinar.
Þaðan sóttu og sækja líka perluveiðibátar líka sjóinn.
Perluveiðar voru aðaltekjulindin áður en olíuiðnaðurinn
kom til sögunnar.
Árið 1933 kom bandarískir jarðfræðingar frá Arabian
Standard Oil Company í Kaliforníu, forvera Aramco (Arabian American
Oil Company), til Al Jubayl til að hefja olíuleit og áttu höfuðstöðvar
í borginni.
Árið 1975 skipaði Khalid konungur nefnd til að gera áætlanir
um tvær borgir byggðar á fjölbreyttum iðnaði, sem drægi úr
mikilvægi olíuiðnaðarins í efnahagslífinu.
Uppbygging þessara borga hófst árið 1977 og skömmu eftir
1980 var Al Jabayl orðin mesta byggingarsvæði jarðar.
Í borginni eru falleg íbúðarhverfi norðan iðnaðarhverfanna
og íbúarnir hjóta nútímamenntunar, heilsugæzlu og annarrar þjónustu
og ýmissa möguleika til afþreyingar.
Búizt var við að íbúum fjölgaði í a.m.k. 100.000 eftir árið
2000 og héldi áfram að vaxa hratt. |