Jizan
(Qizan) hét áður At-tihameh.
Hún er hafnarborg í Suðvestur-Sádi-Arabíu við Rauðahaf.
Fyrir ströndinni eru Farasan-eyjar.
Samkvæmt At-T a’if-samningnum frá 1934 varð borgin hluti
landsins en Jemen hefur krafizt hennar síða á sjöunda áratugnum.
Jizan er aðalborgin á Tihamah-ströndinni og miðstöð inn- og
útflutnings í Asir-héraði.
Umhverfis
borgina er gott landbúnaðarland vegna áveitna, sem ríkisstjórnin lét
byggja og þarna er nú eitthvert mesta ræktunarsvæði landsins.
Helztu afurðirnar eru hveiti, hrísgrjón, bygg, hirsi og fóðurgras
(sorghum).
Útflutningurinn byggist á fóðurgrasfræi, sesamfræi, þurrkuðum
fiski, döðlum og salti.
Fiskveiðar, skipasmíði og saltvinnsla eru mikilvægar
atvinnugreinar.
Byggingarstíll þessa svæðis byggist á áhrifum frá Ottómönum
(Tyrkjum) og Jemen.
Þjóðvegasamband er við frjósamt innlandið og
innanlandsflugvöllur tengir borgina við aðra hluta landsins. |