Riyadh
er höfuðborg Sádi-Arabíu. Hún
er á Najd-svæðinu, á hásléttu við Arnar Wadi Hanifah, Wadi Aysan
og Wadi al-Batha’, á miðjum Arabíuskaga.
Sa’ud-ættin gerði hana að höfuðborg árið 1824 og hún hélt
því hlutverki til 1881, þegar færði yfirráð hennar yfir Najd.
Árið 1902 náði Ibn Sa’ud aftur völdum og gerði borgina að
miðstöð aðgerða sinna til að ná völdum í allri Arabíu, sem
honum tókst í kringum 1930, þegar ‘Asir var innlimað.
Árið 1932 var lýst yfir sameiningu sádi-arabísku konungsdæmanna
með Riyadh sem höfuðborg.
Uppgötvun
hinna gífurlegu olíubirgða landsins á fjórða áratugnum og auðurinn,
sem síðan safnaðist á fárra manna hendur breytti sveitaþorpinu
Riyadh í nútíma, tæknivædda borg.
Þá fóru malbikaðar götur, nútímabyggingar, þjóðvegir með
slitlagi, ný hótel, sjúkrahús og skólar að líta dagsins ljós.
Þetta var mikil breyting úr þorpi með húsum úr leirsteini.
Fyrrum voru íbúarnar næstum eingöngu Najdi en nú er borgin
orðin að deiglu fólks úr ýmsum áttum.
Auk þess að vera aðalstjórnsýslusetur landsins er borgin þungamiðja
viðskipta, menntunar og flutninga landsins.
Meðal veigamikils iðnaðar er olíuhreinsun.
Borgin á nútímaflugvöll og vega- og járnbrautakerfi í ýmsar
áttir út frá henni eru góð. Riyadh-háskóli
(fyrrum Háskóli Sa-ud konungs) var stofnaður 1957.
Þarna er einnig islamskur háskóli, sem er kenndur við Múhammeð
Ibn Saud konung (1974). Áætlaður
íbúafjöldi árið 1981 var 1,3 milljónir. |