Yanbu’
er borg við Rauðahafið.
Hún er næststærsta hafnarborgin þar á eftir Jidda og svolítið
norðan hennar.
Hún er aðalhafnarborg Medína, 160 km austar.
Efnahagur borgarinnar hefur löngum byggzt á þjónustu við pílagríma
og útflutningi
landbúnaðarafurða, einkum döðluútfl.
Höfnin hefur verið stækkuð og endurbætt til að létta á
Jiddahöfn og þangað liggja olíuleiðslur til vinnslustöðva í og
við borgina.
Lítið
eitt utan Yanbu’ er lítill flugvöllur og þjóðvegir liggja meðfram
ströndinni og til Medína.
Áætlaður íbúafjöldi í kringum 1996 var 30.000. |