Najran Sádi Arabía,
Flag of Saudi Arabia


NAJRAN
SÁDI ARABÍA

.

.

Utanríkisrnt.

Najran er vinjarborg og sýsla (mintagah) í Suður-Asir-héraði í Suðvestur-Sádi-Arabíu.  Hún er rétt hjá landamærum Jemen, ófjarri San’a’-borg.  Norðan Najran er sýslan ar-Riya d, ash-Shargiyah í austri og Asir í vestri.  Á Najran-svæðinu er Asir-sléttan í vestri, Najran-sléttan í miðju og Rub’ al-Khali í austri.  Rómverjar komu fyrst á þetta svæði árið 24 f.Kr. og þarna óx upp mikilvæg nýlenda kristinna manna á árunum 500-635.  Þarna var mikil framleiðsla reykelsis og mirru fyrir löndin við Miðjarðarhaf og Miðausturlönd á árunum 1000 f.Kr. til 600 e.Kr.

Á síðari tímum hefur borgin verið þrætuepli Jemena og Sádiaraba, sem fengu borgina og svæðið umhverfis í at-T a’if-samningnum 1934, en Jemenar viðurkenndu ekki landamærin.  Vinjarnar á þessu svæði eru mjög frjósamar og þar er mikið ræktað af döðlum og korni og kvikfé.  Najran-borg er við suðurenda þjóðvegakerfisins frá Mekka og Riyadh.

 TIL BAKA        Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir         HEIM