Persaflói,
Flag of Iraq


PERSAFLÓI
.

.

Utanríkisrnt.

Persaflói gengur inn úr Arabíuhafi milli Arabíuskaga og Írans.  Hann er 965 km langur til norðvesturs frá Hormuz-sundi að Shatt Al-Arab-ánni, sem verður til við samruna Tigris og Efrats.  Flóinn tengist Arabíuhafi um Hormuz-sund og Ómanflóa.  Breidd Persaflóa er frá 47-370 km.  Heildarflatarmál hans er í kringum 233 þúsund ferkílómetrar og mesta dýpi um 90 m.  Helztu eyjar flóans eru Qishm og Bahrain.  Mikil perluskeljamið eru meðfram arabísku ströndinni.  Sameinuðu arabísku furstadæmin, Sádi-Arabía, Qatar og Kuveit eru við flóann suðvestanverðan, Írak við hann norðanverðan og Íran að norðaustanverðu.

Aðalhafnarborgirnar við flóann eru Kuveit, Al Basrah (Írak), Ad-Dammam og Al Jubayl (Sádi-Arabía), Abadan og Bandar-e Bushehr (Íran) og Mina Salman í grennd við Manama (Bahrain).  Mikil olíumengun varð í flóanum árið 1983 í Írak-Íran-stríðinu og 1991 í Flóabardaga.  Einnig var og verður stöðug mengun frá olíuskipum.

 TIL BAKA        Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir         HEIM