Ad
Dammam er borg í austurhluta Sádi-Arabíu við Persaflóann.
Hún er meðal mestu hafnarborga landsins og um höfnina fer
mikill útflutningur olíu og náttúrulegs gass.
Þar er háskóli Faisals konungs (1975).
Ad
Dammam var lítið strandþorp fram undir 1940, þegar hafnargerðin hófst
þar. Á áttunda og í
byrjun níunda áratugarins var mikið byggt af íbúðarhúsum í
borginni. Áætlaður íbúafjöldi
árið 1996 var 128 þúsund. |