Grænland
eða Kalaalit Nunaat eins og inúítar kalla það, er stærsta eyja heims.
Það nær frá 60°N að 83°39'N.
Lengdin frá norðri til suðurs er 2.670 km, sem samsvarar
vegalengdinni frá Ósló til Túnis. Mesta breidd landsins nyrzt er 1.050 km.
Heildarflatarmál 2.175.600 km².
Flatarmál jökuls 1.833.900 km².
Flatarmál íslausra svæða 341.700 km².
Hæstu fjöll: Gunnbjörnsfjall 3.700 m og Mt. Forel 3.440 m (norðan Ammagssalik). Aðalbergtegund
landsins er granít. Lengstu
firðir, eins og Scoresbysund, eru allt að 300 km langir.
Strandlengjan er u.þ.b. 41.000 km löng (svipað og ummál jarðar
við miðbaug). Mesta þykkt
jökuls er í nánd við 3.300 m
Íbúafjöldi
landsins er um 55.000. Vestustu
hlutar landsins eru á svipaðri lengdargráðu og New York og syðsti
hlutinn á svipaðri breiddargráðu og Ósló. Aðalatvinnuvegir
landsmanna eru fiskveiðar, sauðfjárbúskapur og veiðar
(sela- og hvalveiðar). Höfuðborgin er Nuuk (Godthåb) með 18.300 íbúa.
Þar er flugvöllur fyrir þyrlur og STOL-flugvélar. Tungumál inúíta, grænlenzkan, er ein kvísl
fjölþætts náttúrulegs tungumáls.
Inúítar kalla sig Kalaalit á eigin máli og landið sitt
Kalaalit Nunaat, Mannaland. Nokkur
orð úr þessari tungu eru orðin alþjóðleg, s.s. anorak, iglu, kajak,
nunatak og umiak. Takk fyrir
er 'kujanak' á grænlenzku og kærar þakkir er 'kujanarssuak'.
Orðið 'imaka', sem oft er notað, þýðir „ef til vill”.
.
|