Angmassalik er stærsti bærinn á Austurströndinni
með u.þ.b. 1.500 íbúa. Lega
bæjarins er mjög fögur við skjólgóðan fjörð, umkringdan háum
fjöllum. Á, sem rennur niður
Blómadalinn, skiptir bænum í tvennt.
Náttúruunnendur fá sér göngutúr um Blómadalinn til að
kynnast einstakri heimskautaflórunni.
Á hæsta stað í bænum er varða, sem hlaðin var til að
minnast 50 ára afmælis hans árið 1944. Þaðan er ágætt útsýni yfir bæinn og umhverfið.
Eins og í öðrum grænlenzkum bæjum og þorpum eru marglit
timburhús áberandi í Ammassalik.
Það er algengt, að margar kynslóðir búi undir sama þaki og
sleðahundarnir séu bundnir fyrir utan.
Meðal stærstu bygginga staðarins eru sjúkrahúsið og
ráðhúsið.
Grænlenzka frímerkjasafnið er í miðjum bænum.
Það er orðinn veigamikill þáttur í bæjarlífinu og þar
er allmargt starfsfólk. Átthyrnda kirkjan var byggð árið 1985. Grænlenzki listamaðurinn Aka Høegh skreytti veggi hennar,
loft og altari.
Gráturnar
eru klæddar selskinni og konur skreyttu þær grænlenzkum myndum.
Fyrsta kirkja bæjarins frá 1908 stendur hátt yfir höfninni.
Hún var endurbyggð og lagfærð af mikilli vandvirkni og á
safn sögulegra minja frá fortíð til nútíma.
Á leiðinni milli verzlunar og hafnar er upplýsingaskrifstofa
ferðamála. Í sama húsi
er ferðaskrifstofa og minjagripaverzlun, sem selur handgerða muni.
Angmassalik
er vinabær Kópavogs. |