Grænlandsvetur inngangur,

Matthias Koglbauer,
A-8010 Graz,
Geidorfgürtel 46,
Graz 34 73 03.

FYRSTI KAFLI Mynd:  Luis Trenker, arkitekt, leikari og kvikmyndaframleiðandi.(1892-1990)  

GRÆNLANDSVETUR
eftir Mattias Koglbauer
Á hundasleðum um heimsskautssvæði


Má ég biðja um vetur.
Má ég biðja um hundasleða.
Allt hitt megið þið eiga.
Knud Rasmussen.

 
INNGANGUR
.

.

Utanríkisrnt.


nat.is

Það voru djarfir piltar, sem renndu sér um mjallarhengjurnar í Parsenn veturinn 1938.  Þeir stukku fram af snævi þöktum húsþökum og háum sköflum og léku við hvern sinn fingur.  Einn þessara æringja var Austurríkismaðurinn Matthias Koglbauer.  Hann var aðstoðarmaður minn og annaðist m.a. eldvarnir við töku skíðakvikmyndar minnar „Ástarbréf frá Engadin”, sem var kvikmynduð í Davos 1938.

Frásagnir hans lýstu því bezt, hve heillaður hann var af norðurslóðum.  Ég var því ekki hissa, þegar þessi náttúruunnandi ákvað að halda til Grænlands að vetrarlagi eftir að hafa dvalið þar fjórum sinnum sumarlangt við fjallgöngur o.fl.  Vetrardvölin gerði honum kleift að kynnast betur lífi vina sinna, Grænlendinganna, og löngum sleðaferðum.  Því getur hann af eigin raun lýst öllu, sem fyrir bar.

Hann skýrir í léttum dúr frá hundasleðaferðum á löngum heimsskautsnóttum, selveiðum við ísjaðarinn og skíðaferðum með þeim, sem honum þykir vænzt um, búlduleitu, grænlenzku börnunum.  Hias lýsir Grænlandi þannig, að það sé hin týnda paradís, ekki paradís iðjuleysingjanna, heldur atorku- og djarfhuga fólks, paradís frelsis og þrautseigju, sem við fjallamenn kynnumst í klettapríli.  Í þessari bók tekst Hiasi mæta vel að hræra hjörtu æskunnar og allra þeirra, sem eru ungir í anda, með lýsingum sínum á fegurð heimskautasvæðanna og hinni hörðu lífsbaráttu þar.
Luis Trenker.

Þýðandi þessarar bókar hefur frá barnsaldri heillast af framandi slóðum og afrekum landkönnuða.  Hann datt niður á hana í leit að meiri fróðleik um eigið land.  Þýðingin hefur lengi legið í geymslu og engar tilraunir hafa verið gerðar til að gefa hana út, því hún var upphaflega ætluð sem þýzku- og móðurmálsæfing.  Engu að síður brá þýðandinn sér eitt sinn í heimsókn til höfundar í Graz í Austurríki og hitti þennan þá háaldraða heiðursmann við nokkuð góða heilsu og sagði honum frá tilvist íslenzkrar þýðingar af Grænlandsvetri.  Matthias gaf góðfúslegt leyfi til birtingar þessarar þýðingar og stakk upp á Sveini Sæmundssyni, fyrrverandi blaðafulltrúa Flugleiða sem höfundi inngangskafla bókarinnar.  Því miður varð ekkert úr því, svo við verðum að láta þessi fátæklegu orð duga.

Reykjavík, 6. marz 2005,
Friðrik Haraldsson.
.
FYRSTI KAFLI ÁHRIF NORÐURHJARANS
ANNAR KAFLI ÆVINTÝRAFLUG MEÐ F. Í.
ÞRIÐJI KAFLI SELVEIÐAR Í 45° FROSTI
FJÓRÐI KAFLI STÓRHRÍÐ
FIMMTI KAFLI Í HELJARGREIPUM HAFSINS
SJÖTTI KAFLI SKÍÐAKENNSLA
SJÖUNDI KAFLI VORBOÐINN
ÁTTUNDI KAFLI GESTRISNI GRÆNLENDINGA
NÍUNDI KAFLI NORÐUR Á BÓGINN

 TIL BAKA        Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir         HEIM