Grænland dýralífið,


GRÆNLAND
DÝRALÍFIÐ

.

.

Utanríkisrnt.

Margar tegundir hvala synda árstíðabundið í hafinu umhverfis landið og algengt er að sjá þá frá landi.  Tegundirnar, sem búast við að sjá í hvalaskoðunarferðum, eru að langmestu leyti hinar sömu og við sjáum fyrir Íslandsströndum.  Nánari upplýsingar um einstaka tegundir má finna hér.

Selir eru algengir og rostungar eiga heimkynni sín í kaldari sjó en umhverfis Ísland.  Nánari upplýsingar um tegundirnar eru hér.

Sauðnaut eru algeng vítt og breitt um landið og eru oftast meðal þeirra dýra, sem gestir sjá fyrst.  Talið er að 3000 dýr séu í kringum Kangerlussuaq-flugvöllinn.  Þessi dýr virðast hæglát og meinlaus en gæta verður fyllstu varúðar í nærveru þeirra og eiga visa undankomuleið, því að þau hafa ráðizt á fólk.  Sauðnaut voru flutt til Íslands í tilraunaskyni en dýrin féllu af sjúkdómum og ekki hefur verið reynt aftur.

Hreindýr lifa á öllum íslausum svæðum landsins og einn Íslendingur stundar hreindýrabúskap í landinu og lætur vel af sér.  Feldur hreindýranna er mjög einangrandi og margir klæðast fatnaði úr þeim í hundasleðaferðum. 

Hvítabirnir finnast næstum eingöngu í norður- og austurhlutum landsins.  Stundum berast þeir með rekísnum suður á bóginn.  Það er afarsjaldgæft að rekast á þá í suðurhlutanum.  Þessa dýrategund verður að umgangst með fullri virðingu og varúð.

Heimskautsrefurinn er útbreiddur á íslausum svæðum landsins.  Hann er sömu tegundar og íslenzki refurinn og ýmsar getgátur eru uppi um tilvist hans á Íslandi.  Fylgdi hann hörfandi ísaldarjöklunum hingað úr suðri eða kom hann hingað með Austur-Grænlandsísnum. 

Norðausturhluti landsins er stærsti þjóðgarður í heimi, stærri en Bretlandseyjar og Frakkland samanlagt.  Þar finnast allar villtar dýrategundir landsins, sem eru taldar hér að framan auk smærri dýra, s.s. snæhéra og margra fuglategunda.

 TIL BAKA        Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir         HEIM