Hvalir Grænland,

LÍTIÐ EITT UM HVALI HAFRÓ    

HVALIR
.

.

Utanríkisrnt.

Allt frá upphafi vega er hvala getið í heimildum og hvalrekar í hávegum hafðir.  Hvalategundir voru líklega fleiri hér við land fyrrum en nú, því að sléttbak og norðhval var fækkað mjög eða útrýmt úr Norður-Atlantshafi með veiðum.  Fyrstir til að stunda hvalveiðar voru líkast til baskar.  Norðmenn tóku upp þessa iðju frá Íslandi á 19. öld og stunduðu hana fram á fyrstu áratugi hinnar 20., eða þar til afraksturinn varð of lítill.  Síðan varð hlé á hvalveiðum við landið, þar til Íslendingar sjálfir hófu þær 1948.  Þeim var hætt vegna ógnana hvalafriðunarsinna árið 1989.  Íslendingar gengu úr Alþjóða hvalveiðiráðinu 1992 og gerðust aftur aðilar 2002.  Stjórnvöld eru beitt stöðugum þrýstingi þeirra, sem krefjast áframhalds hvalveiða, og umræðan snýst nú um endurinngöngu í Alþjóðlega hvalveiðiráðið.  Árið 2001 tóku stjórnvöld þá ákvörðun, að sækja aftur um aðild að ráðinu.
.

 TIL BAKA        Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir         HEIM