Narsaq Grænland,


NARSAQ
Grænland

.

.

Utanríkisrnt.

Narsaq er þorp við Eiríksfjörð, sem Konunglega Grænlandsverzlunin notaði sem miðstöð selveiða frá árinu 1880.  Farið var að stunda fiskveiðar þaðan árið 1914, sláturhús byggt 1946, niðursuða rækju hafin árið 1950 og frystihús opnað árið 1959.  Því er Narsaq aðalmiðstöð viðskipta í þessum landshluta.  Narsaq er nútímabær, rafvæddur og með rennandi vatn árið um kring, þótt stundum sé hörgull á vatni.  Í bænum er kvikmyndahús, slökkvilið, ein bezta verzlun landsins, heilsugæzlustöð, prestur, tveir skólar, prentsmiðja, barnaleikskóli og lögreglustöð.  Í fimm km fjarlægð frá þorpinu fannst úraníum, sem var unnið í nokkur ár á áttunda áratugnum.

Á granítklöppunum vestan þorpsins má sjá kajaka bæjarbúa, smíðaða á sama hátt og á steinöld.  Hættulegir ísjakar, sem glampar á í sólinni, eru á reki meðfram ströndinni.  Grænlendingar búa nú í svipuðum híbýlum og fólk í öðrum siðmenntuðum löndum og í Narsaq eru m.a. allt að fimm hæða fjölbýlishús.

Narsaq er vinabær Akureyrar.

 TIL BAKA        Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir         HEIM