Júgóslavía,
Flag of Serbia and Montenegro

BELGRAD . . Meira

.Júgóslavía
 

.

Utanríkisrnt.

Booking.com

Júgóslavía var stærst Balkanríkjanna áður en hún liðaðist í sundur eftir dauða Títós og hrun járntjaldsins.  Hún var 255.800 km² og íbúafjöldinn í kringum 23 milljónir.  Íbúunum fækkaði í blóðugum eftirleik aðskilnaðarins og vegna  fjölda flóttamanna þaðan, aðallega til annarra landa Evrópu.

Serbía er stærst sambandsríkjanna fyrrverandi (41% af flatarmáli landsins) með Belgrad sem höfuðborg en hún var líka höfuðborga alls landsins og setur ríkisstjórnar.  Serbía náði yfir tvö sjálfstjórnarhéruð, Vojvodina með hálfri milljón ungversks minnihluta, höfuðborgina Novi Sad og Kosovo, þar sem er albanskur minnihluti og höfuðborgin Pristina.

Króatía var næststærsta ríkið (23% flatarmáls) með höfuðborgina Zagreb.

Bosnia-Herzegovína var í þriðja sæti (20% lands) með höfuðborgina Sarajevo.

Makedónía var í fjórða sæti (10% lands) með höfuðborgina Skopje.

Slóvenía var í fimmta sæti (8% lands) með höfuðborgina Ljubljana.

Montenegro (Svartfjallaland) var í sjötta sæti (5,5% lands) með höfuðborgina
Podgorica (Titograd).

Íbúarnir eru jafnfjölbreyttir og landslagið. Öldum saman náði Júgóslavía yfir mörg sjálfstæð ríki, hvert með sína menningu, sögu, tungu, trú, byggingarlist, siði og venjur.  Aðeins eitt tengdi þau saman:  Viljinn til að halda sjálfstæðinu og hatrið á kúgurunum, sem ógnuðu frelsi þeirra.  Merki þessarar þróunar finnast einna helzt fjarri ströndinni, inni í landi, fjarri öllum ferðamannastöðum. Þjóðin skiptist í Serba, Króata, Makedóníumenn, Slóvana og Svartfellinga.  Aðaltungur eru selbo-króatíska, slóvanska og makedónska.  Latneska og kýrilíska stafrófið eru notuð.  Trúfrelsi ríkti í landinu og 42% landsmanna aðhylltust serbnesku rétttrúnaðarkirkjuna, 32% hina rómversk-katólsku og u.þ.b. 12% islam.

 TIL BAKA        Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir         HEIM