Podgorica Svartfjallaland,
Flag of Serbia and Montenegro


PODGORICA
SVARTFJALLALAND
.

.

Utanríkisrnt.

Booking.com

Podgorica (Títógrad 1946-92) er höfuðborg Svartfjallalands.  Hún er við ármót Ribnica og Moraca.  Fyrstu sögur af byggð á þessum slóðum segja frá Birziminium, sem var áfangi úlfaldalesta á rómverskum tíma.  Líklega bjuggu illýrar þar áður.  Snemma á miðöldum var byggðin kölluð Ribnica en árið 1326 fékk hún núverandi nafn.  Tyrkir náðu henni á sitt vald árið 1474 en Svartfellingar fengu yfirráðin 1878.  Árið 1916 hersátu Austurríkismenn borgina.  Árið 1941 var þar ítalskur her og 1943 þýzkur her.  Einu fornu minnismerki borgarinnar, sem stóðu af sér síðari heimsstyrjöldina, voru tyrkneskur klukkuturn, moska og nokkur hús.  Blóðuga sögu borgarinnar má lesa úr fjölda stríðsminnismerkja.  Árið 1946 fékk borgin nafnið Títógrad til heiðurs Josip Broz Tito, marskálki.  Mestur hluti borgarinnar er nýlegur og sjöundi hluti hennar er opin, græn svæði.  Þarna er háskóli (1974), leikhús, safn og íþróttamiðstöð.  Helzta framleiðsla borgarbúa er neyzluvara, ál (1972) o.fl..  Eftir hrun kommúnismans tóku borgarbúar upp hið gamla nafn borgarinnar.  Áætlaður íbúafjöldi árið 1992 var tæplega 100 þúsund.

 TIL BAKA        Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir         HEIM