Svartfjallaland, Montenegro,
Flag of Serbia and Montenegro

PODGORICA . . SAGAN

Svartfjallaland
MONTENEGRO


.

.

Utanríkisrnt.

Booking.com

Serbókróatíska lýðveldið Crna Gora (Svartfjallaland) er hluti af Serbíu við suðurenda Dínarísku alpanna.  Það liggur að Adríahafi og Króatíu í suðvestri, Bosníu-Herzegóvínu í norðvestri, Serbíu í norðaustri og Albaníu í suðaustri.  Höfuðborgin er Podgorica (fyrrum Títógrad).  Nafn landsins er dregið af fjalllendinu Crna Gora (Svartfjalli; Lovcen 1749m).  Sögulegur kjarni landsins og helztu varnir gegn Tyrkjum um aldir eru við Adríahafið.  Svartfjallaland var eina ríkið á Balkanskaga, sem laut ekki erlendum yfirráðum fyrrum.  Hinn gamli suðvesturhluti er aðallega hæðótt og þurrlent karstsvæði með nokkrum ræktanlegum svæðum, s.s. umhverfis Cetinje, fyrrum höfuðborg landsins, og í

Zeta-dalnum.  Austursvæði landsins (Dínarísku alparnir; Durmitor 2522m) eru frjósamari og þar eru stærri skógar og graslendi.  Vatnasvið landsins skiptist í tvennt.  Árnar Piva, Tara og Lim renna til norðurs og Moraca og Zeta til suðurs.

Loftslagið er kaldranalegt uppi í fjöllum en tiltölulega milt í dölunum.  Ársmeðalhitinn er 14°C.  Snjór þekur mörg fjöll og djúp gil allt árið.  Í Cetinje er meðalársúrkoman 3810 mm.  Úrkomu gætir allt árið en hún er mest á haustin.

Landið er tiltölulega strjálbýlt og íbúafjöldinn er lítill.  Flestir landsmanna eru Svartfellingar en nokkuð er um múslima og Albana.  Svartfellingar eru skyldir Serbum, tala og rita serbó-króatísku með kýrillíska stafrófinu og aðhyllast austur-katólsku (rétttrúnaðað).  Þjóðfélagið byggist á stórfjölskyldum, sem eru skyldar í karllegg.  Fyrrum var miðstýring í lágmarki, þar sem hollusta við fjölskylduna var æðri lögum.  Þá tíðkuðust róstur og blóðhefnd milli fjölskyldnanna.  Þessara gömlu hefða gætir enn þá.

Svartfjallaland er lítt þróað efnahagslega og nýtur mikilla styrkja frá bandalagsríkjum sínum.  Meðallaun í landinu eru lág.  Efnahagurinn hefur löngum byggzt á korn- og kvikfjárrækt (sauðfé og geitur, sem eru flutt milli sumar- og vetrarhaga).  Eftir síðari heimsstyrjöldina varði alríkisstjórn Júgóslavíu miklu fé til rafvæðingar í tengslum við þunga- og léttiðnað í landinu.  Talsvert er um fullvinnslu landbúnaðarafurða og báxít er numið í grennd vi Niksic.

 TIL BAKA        Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir         HEIM