Júgóslavía
/
Serbía er sambandsríki tveggja skyldra lýðvelda, Serbíu og
Svartfjallalands, á miðvesturhluta Balkanskagans.
Serbía er landlukt en Svartfjallaland myndar landbrú að Adríahafi
í suðvestur. Til vestur er
Dalmatíuhluti Króatíu, Bosnía-Herzegónía og slavneski hluti Króatíu.
Í norðri er Ungverjaland, Rúmenía og Búlgaría, Makedónía í
austri og Albanía í suðri. Flatarmál
Serbíu er 102.173 km² (86%) og Svartfjallalands 13.812 km² (14%).
Höfuðborg sambandsríkisins er Belgrad, sem er líka höfuðstaður
Serbíu en Podgorica er höfuðstaður Svartfjallalands.
Flest
landamæri júgóslavnesku ríkjanna voru dregin á 20. öld á landsvæðum
fyrrum keisaradæmis Ausurríkis-Ungverjalands og Ottomanaveldisins, þar
sem flókin þjóðernisdeigla hafði myndast.
Mikill fjöldi serba býr utan núverandi Serbíu, einkum meðal
króata og bosnía (fyrrum kallaðir múslimar) í Króatíu og
Bosníu-Herzegóvínu. Talsverður fjöldi Ungverja, króata og Rúmena býr meðal serba
í norðanverðu Vojvodinahéraði í Serbíu og fjölmennur en samþjappaður
hópur Albana býr í suðurhluta Kosovohéraðs.
Eftir síðari heimsstyrjöldina veitti kommúnistastjórnin þessum
svæðum takmarkað sjálfstæði, heimastjórn, og púslaði saman
sambandsríki á þeim grunni.
Vojvodianhéraðið er 21.507 km² og Kosovohérað 10.885 km². |