Serbía meira,
Flag of Serbia and Montenegro

SAGAN TÖLFRÆÐI . .

SERBÍA
MEIRA


.

.

Utanríkisrnt.

SENDIRÁÐ og RÆÐISMENN

Booking.com

Núverandi Júgóslavía er innan við helmingur stærðar hinnar fyrri og Íbúafjöldinn nær ekki helmingi.  Fyrrum Júgóslavía náði yfir Slóveníu, Króatíu, Bosníu-Herzegóvínu og Makedóníu.  Serbía og Svartfjallaland voru einu svæðin, sem höfðu náð árangri í sjálfstæðisátt fyrir lok fyrri heimsstyrjaldarinnar (1918).  Serbía var sjálfstjórnarsvæði í ríki Ottomana mestan hluta 19. aldar og knúði fram fullt sjálfstæði 1878.  Svartfellingum tókst að takmarka yfirráð Ottomana verulega um aldir.  Önnur svæði hölluðu sér að serbneska konungsdæminu, króötum og Slóvenum, eins og þessi heimshluti var þekktur landfræðilega til 1929, til að verja sjálfstæði sitt gegn Austurísk-Ungverska keisaradæminu.  Samtímis urðu þau að gæta sín vegna drottnunargirni serba.

Fyrir fyrri heimsstyrjöldina réði serbneska konungsfjölskyldan í rauninni þessari nýju Júgóslavíu, enda hafði Makedónía verið innlimuð í Serbíu áður en hún kom til skjalanna.  Eftir stríði var önnur Júgóslavía skipulögð með ógreinilegri skiptingu lýðveldanna og lítið eitt meiri sjálfstjórn þeirra dugði ekki til að draga úr óánægju íbúanna.  Tilraunir til að nútímavæða samfélögin með sósíalískum hætti og miðstýringu frá Belgrad gerðu illt verra.  Serbía varð tákn misheppnaðs kommúnisma, þegar efnahagurinn hrundi á níunda áratugnum og lýðveldin sögðu sig úr lögum við sambandsríkið og serba.  Einungis Serbía og Svartfjallaland urðu eftir í ríkjasambandi, sem kallað er þriðja Júgóslavía.

 TIL BAKA        Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir         HEIM