Belgrad er
höfuðborg Serbíu (Júgóslavíu) í 138 m hæð yfir sjó.
Hún er við ármót Saae og Dónár.
Gamli miðbærinn er í tungunni milli ánna við kastalann
Kalemegdan.
Ferðamenn í Belgrad fá það á tilfinninguna, að þeir séu í
stórborg, sem tengir austræn og vestræn áhrif.
Þrátt fyrir langa og tilbreytingarríka sögu borgarinnar, eru fáir
staðir, sem minna á hana, því að hún hefur sífellt legið
undir árásum í gegnum aldirnar.
Enn þá má sjá merki síðari heimsstyrjaldarinnar, svo ekki sé
talað um eyðilegginguna, sem árásir NATO ollu í
borgarastyrjöldinni á tíunda áratugi 20. aldar.
Á vinstri bakka Sava, þar sem voru ekki
fyrir alls löngu tún og flæðiland, reis borgarhlutinn Nýja-Belgrad.
Úr lofti sést einnig, hvernig ný hverfi eru að þróast vestan og sunnan
gamla borgarkjarnans.
Sagan.
Hæðin við ármót Sava og Dónár laðaði að sér byggð fyrir allt að 7000
árum og síðan hefur verið byggð þar.
Forleifauppgröftur í virkinu leiddi í ljós minjar frá bronz- og
járnöld.
Þarna stunduðu Illýrar akruyrkju og á 3 öld f.Kr. réðu keltar
þessu svæði. Sannanir
hafa fundizt fyrir byggð, sem hét Singidunum (Sívalikastali), árið 279
þar sem kastalinn Kalemegdan stendur nú.
Rómverjar náðu þessum kastala undir sig í upphafi 1. aldar f.Kr.
og reistu herbúðir þar sem núverandi borgarhverfi Zemun stendur.
Umhverfis Singidunum, sem Rómverjar gerðu að ferhyrndu virki, settust
æ fleiri rómverskir borgarar að.
Á 4 öld fæddist Rómverjakeisarinn Flavius Claudius þar. Á þessum tímum
voru breið og hornrétt stræti skipulögð og byggð og þeirra gætir enn
þá í borgarmynd Belgrad.
Þegar Rómarveldi skiptist í Austur- og Vesturríkið lenti byggðin á
mörkum þessara stríðandi aðila og varð fyrir ýmsum skakkaföllum af
þeim sökum.
Ýmsir þjóðflokkar á faraldsfæti réðust á bæinn og árið 441 tókst Húnum
að leggja virkið undir sig.
Þeir gjöreyddu byggðinni og Rómverjarnir flúðu brott.
Belgrad komst lokst undir býzönsk yfirráð árið 488, þegar hún
hafði verið undir yfirráðum þriggja herjandi þjóðflokka í viðbót.
Anastasius, Býzanskeisari, sendi flokka germanskra serúla til varnar
borginni árið 512.
Öld síðar, þegar Býzanar stóðu í stríði í Afríku og Asíu, náðu
mongólskir avarar og skömmu síðar slavar borginni á sitt vald.
Þeir voru fastir í sessi og borgin óx og dafnaði og um svipað leyti
(878) kom nafnið „Beograd” (Hvíta borgin) fram á pápískum pappírum.
Þetta tiltölulega friðsæla tímabil endaði í upphafi 9. aldar.
Karl mikli sigraði avara og stormaði yfir Búlgaríu og
Ungverjaland (magyarar). Árið 1018 varð Belgrad aftur býzantísk landamæraborg.
Ungverjar og Búlgarar náðu henni síðan undir sig.
Herir krossfaranna komu við í borginni á leiðinni til landsins
helga. Meðal þeirra var
Friðrik Barbarossa keisari.
Árið 1284 komu serbar fyrst til sögunnar og náðu borginni undir sig.
Dragutin, tengdasonur Ladislaus IV Ungverjalandskonungs, studdi
serbnesku rétttrúnaðarkirkjuna.
Árið 1319 urðu serbar að láta undan fyrir magyörum, sem eyddu
borginni og byggðu hana síðan upp aftir sem herstöð til varnar gegn
hinu unga serbneska ríki, sem Dušan keisari réði.
Eftir orrustuna við Amelfeld (1389) þótti Ungverjum sér staf ógn af
Tyrkjum.
Þeir sömdu við serbneska þjóðhöfðingjann, Stevan Lazarevic, sem
stækkaði og víggirti borgina á árunum 1402-1427.
Árið 1440 og síðar misheppnaðist Tyrkjum að legga borgina undir
sig. Þeir vildu vinna þennan þröskuld, sem gerði þeim erfiðara
fyrir að herja í löndum lengra í norðri.
Hinn 28. ágúst 1521 tókst þeim loksins að sigra borgina og brenna
hana til grunna.
Næstu 150 árin óx borgin og dafnaði eftir enduruppbyggingu og
austrænna áhrifa gætti í auknum mæli.
Verzlun og handiðnaður blómstruðu og á 17. öld voru íbúar orðnir
100.000.
Friðurinn var úti árið 1688, þegar Austurríkismenn lögðu borgina
undir sig. Árið 1690 voru
Tyrkir komnir aftur að borgarhliðunum og rústuðu öllu.
Austurríski prinsinn, Eugen, náði borginni út höndum Tyrkja 1717
og settist að í kastalanum.
Næstu 22 árin urðu vestræn áhrif hinum austrænu yfirsterkari.
Árið 1739 urðu enn þá umskipti, þegar Tyrkir komust aftur til valda. Þeir breyttu nýjum kirkjum í moskur. Austurríkismenn héldu velli í Zemun handan Sövu.
Þeir reyndu ítrekað að ná borginni aftur án árangurs og stöðugt
varð að endurbyggja hana.
Friðarsamningarnir 1791 færðu borgarbúum u.þ.b. áratug friðar, eða þar
til Mústafajarlinn dó árið 1801. Þá gekk janítahreyfingin berserksgang í borginni, framdi
fjöldamorð og rán. Árið
1804 gerðu serbar uppreisn gegn Tyrkjum og frelsisher þeirra leysti
borgina undan kúgun Tyrkja 1806.
Tyrkir náðu borginni aftur 1813 og serbneska uppreisnin 1815 dugði
ekki til að reka þá á brott.
Þeir fóru ekki fyrr en 1867.
Austurríkismenn hernámu borgina 1914 frá Zemun og héldu henni til
1918.
Þá varð Belgrad að höfuðborg hins nýja konungsríkis serba, króata
og slóvena. Borgin
þróaðist hratt og stækkaði.
Hinn 6. apríl 1941 gerði þýzki flugherinn árás á borgina og Þjóðverjar
sendu setulið þangað. Það var þar um kyrrt til 20. október 1944, þegar fylgismenn
Títós og rauði herinn hröktu þá brott. |