Bosnía
og Herzegóvína eiga landamæri að Króatíu í suðri, Serbíu og
Svartfjallalandi í austri og suðaustri og í suðvestri er örstutt
strandlengja við Adríahafið.
Landið er nokkurn veginn eins og þríhyrningur í laginu og nær
yfir 51,129 km² svæði.
Meiri hluti Bosníu nær yfir miðhlutann og Herzegovína yfir suður-
og suðvesturhlutann.
Höfuðborg landsins er Sarajevo.
Yfirráð
landsins voru oft í höndum sterkari, erlendra ríkja, þannig að
einkenni þjóðarinnar bera þess vott í siðum og hefðum og deiglu þjóðerna.
Mest ber á múslimum, rétttrúuðum og rómversk-katólskum,
nokkurn veginn í réttu hlutfalli við þjóðernissskiptinguna, bosnía,
serba og króata.
Legalandsins milli Serbíu og Króatíu hefur oft gert Bosníu-Herzegovínu að pólitísku bitbeini.
Árið 1918 var það innlimað í nýstofnað konungsríki serba
og að lokinni síðari heimsstyrjöldinni varð það eitt alþýðulýðvelda
Júgóslavíu, sem liðaðist í sundur 1991.
Þá fékk Bosnía-Herzegovína sjálfstæði en dróst strax inn
í borgarastyrjöldina, sem fylgdi. |