Bosnía Herzegovína meira,
[Previous Flag of Bosnia and Herzegovina]

ÍBÚARNIR
EFNAHAGUR
NÁTTÚRAN MENNING STJÓRNSÝSLA

BOSNÍA-HERZEGOVINA
MEIRA

Map of Bosnia and Herzegovina
.

.

Utanríkisrnt.

SENDIRÁÐ og RÆÐISMENN

Booking.com

Sem lýðveldi í Júgóslavíu fylgdi Bosnía-Herzegonía reglunni um alræði öreiganna við stjórnun fyrirtækja og stofnana landsins.  Æðsta vald þeirra var í höndum verkamannaráða, sem kusu framkvæmdaráð hvers fyrir sig.  Áhrif verkamannaráðanna voru mjög mismunandi, þar sem hinir almennu verkamenn voru ekki hvattir til þátttöku í öðru en að ráða og reka og fjalla um hlunnindi.  Þeir höfðu ekki nægilegar upplýsingar og tíma til að taka mikilvægar ákvarðanir fyrir fyrirtækin.  Á níunda áratugnum hrakaði lífskjörum fólks vegna mikilla erlendra skulda Júgóslavíu og óðaverðbólgu.  Strax að loknu stríðinu í Króatíu 1991, hrundi efnahagslíf Bosníu-Herzegovínu.  Verð á olíu þaut upp, innflutningur lagðist niður, óðaverðbólga geisaði, skortur var á matvælum og lyfjum, bankar fóru á hausinn og eftirlaunaþegar fengu ekki útborgað.  Í þessari ringulreið blómstraði svarti markaðurinn.  Eftir að landið fékk sjálfstæði olli áframhaldandi stríð svo miklu tjóni, að brýnasta verkefnið eftir að því lauk var að byggja upp efnahagslífið á ný.

 TIL BAKA     Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir            HEIM