Bosnía Herzegovína menning,
[Previous Flag of Bosnia and Herzegovina]


BOSNÍA-HERZEGOVINA
MENNTUN - MENNING

.

.

Utanríkisrnt.

Booking.com

Menntamál.  Í fyrrum Júgóslavíu voru born skólaskyld frá sjö ára aldri til 15.  Framhaldsnám næstu fjögur árin fór fram í fag- og iðnskólum.  Bosnía-Herzegovína státar af fjórum háskólum.  Hinn elzti og stærsti, Sarajevoháskóli, var stofnaður 1949.  Hinir, í Banja Luka, Tuzla og Mostar, voru stofnaðir á áttunda áratugnum.  Þrátt fyrir skólaskyldu og frítt skólahald, voru rúmlega 14% allra eldri en 10 ára ólæsir snemma á níunda áratugnum.  Fátækt og samgönguleysi gerði mörgum ókleift að sækja skóla.  Háskólarnir buðu nokkrum stúdentum húsnæði og takmarkaða styrki.  Framhaldsskólar í dreifbýlinu gerðu það ekki, þannig að flestir háskólastúdentarnir voru afkomendur fremur velstaddra borgarbúa.  Sums staðir á landsbyggðinni var skylduskólahald vanrækt, einkum gegnvart stúlkubörnum.

Menningarmál.  Balkanríkin eru deigla menningar frá ýmsum tímum og áttum.  Þar er að finna áhrif frá löndum við Miðjarðarhafið, Vestur-Evrópu og Tyrklandi.  Mismunar milli nútíðar og fortíðar, þéttbýlis og dreifbýlir gætir víðast.  Fjölskyldutengsl eru sterk, vinátta og samheldni nágranna er í hávegum höfð.  Mikil áherzla er lögð á gestrisni, frumkvæði, sagnagáfu og góða lund.  Á sumrin er við hæfi að fara í skemmtigöngur og hitta vini og kunningja á hefðbundum kaffihúsum (kafane og kafici).  Matreiðslan er stolt landsmanna.  Hún er blönduð tyrkneskum áhrifum eins og sést á alls konar grænmetisbögglum, kaffinu, sætabrauði (baklava) o.fl.  Þjóðlagatónlist er vinsæl og útbreidd.

Á áttunda áratugnum var Sarajevo miðpunktur rokk- og popptónlistar.  Þá var Bijelo Dugme (Hvíti hnappurinn) kunnasta hljómsveitin.  Kvikmyndir Emir Kusturica sýndu áhorfendur skúmaskotin í sögu Júgóslavíu, s.s. Sjecas li se Dolly Bell? (Manstu eftir Dolly Bell?), sem vann gullna ljónið 1981 á kvikmyndahátíðinni í Feneyjum.  Kommúnistastjórnin styrkti leikhúsin í Sarajevo, Zenica, Banja Luka, Tuzla og Mostar og auk þeirra starfaði fjöldi áhugaleikhúsa.

Fjöllin og opin svæði eru upplögð til göngu-, skíða- og veiðiferða og þjóðgarðarnir í Sutjeska og Kozara eru áhugaverðir.  Körfubolti og knattspyrna eru mjög vinsælar íþróttir.

Fjölmiðlar í Júgóslavíu voru tiltölulega sjálfstæðir miðað við önnur kommúnistaríki og ritskoðun var fremur beitt með ógnunum en beinum aðgerðum.  Útbreiddustu dagblöðin voru Osloboenje (Frelsun) og Vecernje Novine (Kvöldfréttir).  Útvarpsstöðvar voru rúmlega 50 talsins og ein sjónvarpsstöð og þar að auki náðust útsendingar frá Belgrad og Zagreb.

Mynd:  Medresa-listasafnið.

 TIL BAKA     Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir            HEIM