Nálega þriðjungur íbúa landsins býr í þéttbýli og þurr
svæðin í suðurhlutanum eru strálbýlli en mið- og norðursvæðin.
Bæir og þorp eru misstór og húsakostur er gömul hús með bröttum
þökum eða nútíma fjölbýlishús.
Borgarbúar líta gjarnan svolítið niður á sveitamenn í þorpum
og dreifbýli.
Þetta viðhorf hefur leitt til minnimáttarkenndar hjá
„sveitafólki” og það á sér fáa drauma æðri en að flytja til
borganna.
Á sjöunda og áttunda áratugnum tvöfaldaðist Íbúafjöldinn
í borgum næstum, einkum í iðnvæddari borgunum, s.s. Sarajevo,
Zenica, Tuzla, Banja Luka og Mostar, þar sem heil hverfi fjölbýlishúsa
risu. Í
Bosníustríðinu lá straumur flóttamanna úr dreifbýlinu til
borganna.
Landið
er byggt mörgum þjóðernum, aðallega bosníum (2/5), serbum (1/3) og
króötum (1/5).
Á yfirborðinu er ekki hægt að sjá mun milli þeirra en hans
gætir í menningu og trúarbrögðum.
Serbar eru rétttrúaðir, króatar eru rómversk-katólskir og
bosníar eru múslimar.
Enginn þessara hópa iðkar trú sína af mikilli alvöru en þessi
skipting gegnir engu að síður veigamiklu hlutverki í hugum fólksins.
Afnám kommúnismans hefur hleypt nýju lífi í trúariðkanir
íbúanna, sem bjuggu við takmarkanir á því sviði og eflt þjóðerniskennd
þeirra.
Skipting
þessara þjóðerna fyrir 1992 milli landshluta var flókin.
Sums staðar voru serbar, bosníar eða króatar í meirihluta og
annars staðar var óverulegur munur.
Víðast var jöfnuður á í borgum og bæjum landsins, þótt
skiptingin kæmi að einhverju leyti fram í hverfum þeirra.
Í flestum litlum þorpum bjó aðallega eitt þjóðerni.
Á meðan óöldin stóð yfir fóru fram augljósar þjóðernishreinsanir,
þar sem þessir hópar bjuggu saman.
Þúsundir voru myrtar í þessum hreinsunum eða flýðu milli
svæða og úr landi.
Tungumálið.
Serbó-króatíska er tunga flestra íbúanna.
Núna heitir hún serbíska, króatíska eða bosníska, allt
eftir uppruna og stjórnmálaskoðunum mælendanna.
Mállýzkna gætir lítillega en í heildina tekið er minni
munur á þeim innbyrðis og tungnanna, sem eru talaðar í Belgrad í
Serbíu eða Zagreb í Króatíu.
Bæði latneska og kyrrilíska stafrófið eru notuð og kennd í
skólum.
Serbar hafa þó hallað sér meira að hinu síðarnefnda og króatar
og bosníar að hinu latneska eftir óöldina.
Lífslíkur íbúanna
voru meðal hinna beztu í fyrrum Júgóslavíu.
Tíðni barnadauða var lægst og náttúruleg fjölgun há í þeirri
viðmiðun.
Því var þjóðfélagið fremur ungt og rúmlega fjórðungur
íbúanna var yngri en 15 ára.
Margir voru farandverkamenn í Vestur-Evrópu.
Stríðið breytti þessum hlutföllum öllum, einkum meðal bosnía.
Mynd: Tító. |