Höfuðborg
Króatíu er í hlíðum Medvednicahæðanna, norðan flæðilendna Savaárinnar.
Gamli borgarhlutinn var fyrrum tveir aðskildir byggðarkjarnar,
Gric, þar sem almenningur bjó, og Kaptol, sem kirkjan byggði.
Þessi tvö þorp voru í harðri samkeppni fram á 19. öld, þegar
byggðin þéttist og þau runnu saman.
Gric var víggirt gegn mongólum á 13. öld og kallað Gradec
(Virkið) en Kaptol á 16. öld.
Byggðin færðist stöðugt út, niður á áreyrarnar, með
beinum götum, torgum og opinberum byggingum.
Á tímabilinu 1860-1914 var vöxturinn hraður og á 20. öldinni
óx borgin til austurs og vesturs.
Eftir síðari heimsstyrjöldina færðist íbúðabyggð upp
eftir suðurbakka Savaárinnar.
Norðan Medvednicahæða er Zagorie, svæði vaxið skógi og vínekrum
með fallegum þorpum og gömlum herragörðum.
Í
Gradec er fjöldi bygginga í gotneskum stíl, m.a. kirkja hl. Markúsar,
barokkirkja hl. Katrínar og hallirnar Zrincki og Orsic, sem var
Klaustur jesúíta, og hin nýklassíska Draskovichöll.
Í Kaptol er m.a. gotnesk kirkja hl. Stefáns (13.-15.öld) með
13. aldar fresku í skrúðhúsi.
Þessi kirkja var endurbyggð í lok 19. aldar.
Skammt frá henni er barokhöll erkibiskupanna og kapella hl.
Stefáns frá miðri 13. öld.
Víða
um borgina eru torg og opin svæði.
Hún er menningar- og menntamiðstöð landsins og þar eru m.a.
lista- og vísindaakademíur og Zagrebháskóli, sem var stofnaður
1669. Nokkur
fjöldi listasafna bjóða yfirlit yfir gamla og nýja list, leikhúslíf
og tónlist eru í hávegum höfð.
Þjóðleikhúsið er í nýbarokbyggingu.
Núverandi
nafn borgarinnar kom fyrst fram árið 1093, þegar rómversk-katólski
biskupinn settist þar að.
Eftir mongólainnrásina 1241-42 varð Gradec að frjálsri
konungsborg og var víggirt.
Enn þá standa nokkrir turnar frá þessum tíma.
Zagreb lék stórt hlutverki í sögu Króatíu sem miðstöð
stjórnmála og þaðan var vörnum landsins gegn Tyrkjum og Austurríkismönnum
stjórnað.
Á 19. öldinni, þegar þjóðernisvitund króata var að vakna
var borgin miðstöð þjóðernis- og sjálfstæðissinna og hreyfingar
Júgóslavíusinna.
Í
október 1918 kom þing króata saman í Zagreb og rauf öll tengsl við
Ausurríska-Ungverska keisaradæmið og lýsti Króatíu, Slavoníu og
Dalmatíu sjálfstætt ríki.
Tveimur mánuðum síðar gerði hið nýfrjálsa ríki
sambandssamning við Serbíu, Slóveníu og Svartfjallaland.
Á millistríðsárunum kom oft til alvarlegra átaka milli króatískra
þjóðernissinna, sem börðust fyrir sjálfstæði króatísku þjóðarinnar
og miðstjórnarsinnaðra serba.
Zagreb var miðstöð fylgjenda króatíska bændaflokksins á þessum
tíma.
Í apríl 1941 varð Zagreb höfuðborg leppríkisins Króatíu,
sem öxulveldin stjórnuðu.
Frelsisher Júgóslavíu náði borginni í maí 1945 og Króatía
varð hluti af Júgóslavíu til 1991.
Zagreb
er aðalmiðstöð iðnaðar í landinu.
Þar er mikið um þungaiðnað, s.s. vélasmíði, járn- og stálvinnslu,
framleiðslu raftækja, sements, vefnaðarvöru, skófatnaðar, efnaiðnaður,
lyfjagerð, pappírs- og matvælaiðnaður.
Efnaiðnaðurinn er aðallega byggður á nærliggjandi olíu- og
gasbirgðum.
Ár hvert er haldin stór kaupstefna í borginni.
Núna skerast þar mikilvægar samgönguleiðir frá Vestur- og
Mið-Evrópu til Adríahafsins og annarra Balkanlanda.
Pleso-flugvöllur þjónar flugi til flestra stórborga í Evrópu.
Áætlaður íbúafjöldi 1991 var 867.865.
Landsleikur
Íslendinga og Króata í umspili um sæti á heimsmeistaramótinu
í knattspyrnu í Brasilíu á næsta ári hefur vakið athygli
víða um heim.
Þrátt fyrir að
leika manni færri síðustu 40 mínútur leiksins náði íslenska
landsliðið í fótbolta hetjulegu jafntefli gegn Króatíu, 0:0,
í fyrri leik liðanna í HM-umspilinu á Laugardalsvelli í
kvöld 15. nóvember
2013.
Íslendingar og Króatar
mætast aftur í
Zagreb 19
nóvember.
Þetta er
áhyggjuefni. Nú dugar Íslandi jafntefli til að komast áfram
en ég efast um að það skori mörg mörk. Það er alveg
óskiljanlegt hvernig Króatíu tókst ekki að skora á Íslandi
manni fleiri,“ segir Baric við vefsíðuna 24sata.hr. |