Júgóslavía meira,
Flag of Serbia and Montenegro

SAGAN

JÚGÓSLAVÍA
MEIRA

.

.

Utanríkisrnt.

Booking.com

Ţjóđin skiptist í Serba, Króata, Makedóníumenn, Slóvana og Svartfellinga.  Ađaltungur eru selbo-króatíska, slóvanska og makedóníska.  Bćđi latneska og kýrilíska stafrófiđ er notađ.  Trúfrelsi ríkti í landinu og 42% landsmanna ađhylltust serbnesku rétttrúnađarkirkjuna, 32% hina rómversk-katólsku og u.ţ.b. 12% islam.  Mikiđ var og er um minnihlutahópa, s.s. Ungverja, Albana, Rúmena og Tyrki, sem hafa allir sérskóla og viđhalda siđum sínum og menningu.

Landiđ var fyrir löngu orđiđ eitt vinsćlasta ferđamannaland Evrópu.  Margt dró ferđamenn til landsins, náttúrufegurđ, saga og menningararfur hinna mismunandi landshluta, skapađur á mörkum austrćnna og vestrćnna áhrifa.  Menningin var óţrjótandi viđfangsefni fyrir áhugafólk og stjórnmála- og samfélagsfrćđin var spennandi á ţessari brú milli austurs og vesturs.

Landslag:  Hvađ landslag snertir, má segja ađ Júgóslavía sé Evrópa í hnotskurn.  Vogskornar strendur, bađstrendur, fjalllendi međ snćvi ţöktum tindum, frjósamir dalir og sléttur og iđjagrćnir bithagar.  Júgóslavía er fjallaland.  Ađeins 25% lands er neđan viđ 500 m hćđ yfir sjó.  Í norđurhlut-anum teygjast undirhlíđar Alpanna frá vestri til austurs.  ţar er hćsta fjall landsins, Triglav (2684 m.  Međfram Adríahafinu liggja Dinörsku-Alparnir, margir samhliđa fjallgarđar.  Í Makedóníu eru Sar-Planínafjöllin međ hćsthćsta tindi landsins, Korab (2753 m).  Mörg fjöll í norđur- og suđurhlutun-um eru 2000-2500 m há.  Karstfjöllin, sem teygjast 500 km međfram ströndum Adríahafsins, eru einkennilegt jarđfrćđifyrirbćri.  Ţau eru gróđurlaus, nema smárćma neđst sjávarmegin, ţar sem úrkoma er mest.  Regniđ hverfur fljótt undir yfirborđiđ, niđur í hella og neđanjarđarár.  Frćgustu hellarnir eru Postojna og Skocjanska í Slóveníu.

Í Júgóslavíu eru 300 vötn, sem eru mjög ólík innbyrđis.  Falleg lítil fjallavötn (Bled, Bolunj), uppistöđulón vegna virkjana (Jablanica, Zwornik, Mavrovo) og árvötn (Plitvicar).  Stćrsta vatniđ er Skadar, 391 km˛, en hiđ dýpsta er Ohrid, 348 km˛ og ţriđja stćrst er Prespa.

Árnar falla til ţriggja átta, til Svartahafs (70%), til Adríahafs (20%) og Eyjahafs (10%).  Meginmóđan er Dóná, sem rennur 588 km á landamćrum Rúmeníu og Júgóslavíu.  Fjörutíu ţverár renna til hennar frá Júgóslavíu, s.s. Drava, Sava, Morava og Tisa, sem eru allar stórár og dalverpi ţeirra mjög frjósöm.  Dóná er skipgeng í Júgóslavíu, Sava er ţađ líka á 583 km svćđi og Tisa á 164 km.  Margar hinna ánna eru líka skipgengar um skemmri veg og eru ţar ađ auki nýttar til raforku-framleiđslu.  Megináin, sem fellur til Eyjahafs, er Vardar.  Árnar, sem falla til Adríahafs eru flestar stuttar og fallhćđin er mikil, t.d. Crni, Drim, sem er affall Ohridvatns og hefur ósa í Albaníu.

Loftslag:  Í Júgóslavíu ríkir Miđjarđarhafs-, Alpa- og meginlandsloftslag eftir landshlutum.  Í Ístríu og á eyjunum ríkir hiđ fyrstnefnda, heit sumur og mildir vetur.  Svalur vindur, Maestral, blćs af hafi á sumrin.  Hinn kaldi norđanvindur, Bura, hellist helzt niđur fjallahlíđarnar á haustin og veturna.  Ţegar hann nćr sér á strik, lamar hann ferjusamgöngur milli eyja og strandar.  Alpaloftslagiđ er ađ finna í fjöllunum í bosníu, Makedóníu og Svartfjallalandi.  Lengra inni í landi er meginlandsloftslag, mjög heit sumur og kaldir vetur.

Gróđur:  Upprunaleg flóra landsins er varđveitt í rúmlega 20 ţjóđgörđum.  Hinn stćrsti, Djerdab (85.000 ha), er viđ Dóná, en hinn nćststćrsti er Mavrovosvćđiđ í Makedóníu (65.000 ha).  Í Sutjeskaţjóđgarđinum í Bosníu er síđasti upprunalegi skógur Evrópu.

Atvinnulíf:  Júgóslavía, sem hefur byggt mikiđ á landbúnađi og skógrćkt og skógarhöggi, gengur nú í gegnum víđtćka iđnţróun, sem byggist helzt á efnum og málmum í jörđu, kolum, brúnkolum, báxíti, kopar, mangan, blýi, sinki og krómi.

Halli hefur stöđugt veriđ á viđskiptum landsins og verđbólga ógnarleg.  Ađalútflutnings-vörurnar fóru til Sovjetríkjanna, Ţýzkalands, Ítalíu, BNA og Tékkóslóvakíu.  Auk framangreindra náttúruauđćfa flytur Júgóslavía út hálf- og fullunnar vörur úr málm- og efnaiđnađi, skip, niđursođiđ kjöt- og fiskmeti, maís, sykurrófur, tóbak, vín og ávexti.  34% landsins eru ţakin skógi og útflutningur timburs og trjávara er mikilvćgur.

Ferđaţjónustan varđ stöđugt mikilvćgari, einkum í Ístríu og á Dalmatísku ströndinni, ţar sem var unnin mikil skipulagsvinna og mörg hótel byggđ undir stjórn Sameinuđu ţjóđanna.  Einnig stóđ yfir gagnger endurbót á vegakerfinu

Stjórnskipan:  Landiđ hét Sambandslýđveldi alţýđunnar Júgóslavía.  Tító var forseti í nćstum 40 ár (f. 1892, d. 1980).  Hann var áđur foringi í ţjóđfrelsisher landsins og varđ föđurímynd ţjóđarinnar.

Fyrsta stjórnarskáin tók gildi áriđ 1946 en var breytt í veigamiklum atriđum árlega.  Áriđ 1974 tók hún á sig ţá mynd, sem átti ađ tryggja áframhaldandi framţróun eftir daga Títós.  Ţar var ríkjum og héruđum tryggđ áframhaldandi heimastjórn.

Stjórn fyrrum sambandslýđveldisins skiptist í:
Forsetaráđ međ 9 ráđsmönnum, einum frá hverju ríki auk formanns kommúnistaflokksins.  Tító var kjörinn í embćtti til lífstíđar, en síđan skiptust ráđsmenn á um ađ vera forsetar í eitt ár í senn.

Sambandsráđ, ţar sem hvert ríki hafđi a.m.k. 3 fulltrúa og hvert hérađ a.m.k. tvo.  Kosiđ var á fjögurra ára fresti og ekki mátti endurkjósa sömu fulltrúana.  Viđ kosningarnar 1982 settist kona, Milka Planic, í fyrsta sinn í stól innanríkisráđherra.  Samfélagiđ í Júgóslavíu byggđist á sjálfstjórnarsjónarmiđi.

 TIL BAKA        Ferđaheimur - Garđastrćti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir         HEIM