Makedónía,
Flag of Macedonia, The Former Yugoslav Republic of

SKOPJE . . Meira

MAKEDÓNÍA
.

.

Utanríkisrnt.

Booking.com

Map of Macedonia, The Former Yugoslav Republic of

Opinbert nafn landsins er Republika Makedonija.  Það er eitt hinna svonefndu Balkanlanda og á landamæri að Serbíu, Búlgaríu, Grikklandi og Albaníu.  Makedónía er alveg landlukt og á hvergi aðgang að sjó.  Flatarmál landsins er 25.713 km² og höfuðborgin er Skopje.  Gamla Makedónía var öllu stærri.  Hún náði milli Eyjahafs og Aliákmonárínnar í suðri, Prespa- og Ohridvatna í vestry, að ósum Cmi Drimárinnar og Sarfjalla og í norðri að Skopska Crna Gorafjöllum og vatnaskilum Morava- og Vardarlægðanna.  Austurmörkin voru Pirinfjöll.  Árið 1913 hófst skipting þessa stóra svæðis milli margra ríkja, þannig að nú standa eftir u.þ.b. 40% upprunalegs landsvæðis.  Hvorki stærð né íbúafjöldi núverandi Makedóníu eiga þátt í mikilvægi landsins.  Landslag þess hefur gert það að mikilvægri samgönguleið frá Dóná suður að Eyjahafi. Þessi leið liggur um Morava- og Vardarlægðirnar, sem samnefndar ár hafa grafið í tímans rás.

Forn leið lá í vestur-austur stefnu milli Svartahafs og Istanbul og áfram að Adríahafi um Makedóníu.  Meirihluti íbúanna er af slavnesku bergi brotinn og langflestir eru áhangendur rétttrúnaðarkirkjunnar.  Ottomanar réðu þarna ríkjum í 500 ár.  Minnihlutahópar eru aðallega Albanar og Tyrkir.  Makedónía er því á mörkum menningarsvæða austurs og vesturs.Veldi Ottomana endaði í styrjöldinni 1912-13.  Þá var Makedóníu skipt milli Grikklands, Búlgaríu og Serbíu.  Eftir fyrri heimsstyrjöldina varð serbneski hlutinn innlimaður í konungsríki serba, króata og slóvena, sem varð að Júgóslavíu árið 1929.  Eftir síðari heimsstyrjöldina varð hann að lýðveldi í alþýðulýðveldinu Júgóslavíu.  Þessi hluti Makedóníu lýsti yfir sjálfstæði 19. desember 1991.

 TIL BAKA        Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir         HEIM