Slóvenía,
Flag of Slovenia

LJUBLIANA FERÐALANGUR . Meira

Slóvenía


.

.

Utanríkisrnt.

Booking.com

Slóvenía er að mestu landlukt en á þó aðgang að Adríahafinu rétt sunnan landamæranna að Ítalíu við Trieste.  Að sunnan-, suðaustan- og austanverðu er Króatía, Ungverjaland í norðaustri og Austurríki í norðri.  Flatarmál landsins er 20256 km² og höfuðborgin er Ljubliana.

Slóvenar eru af slavnesku bergi brotnir og skyldir þjóðflokkum annars staðar á Balkanskaganum.  Mennig þeirra er þó skyldari Vesturlöndum, þar sem landið er í austanverðum Ölpunum.  Fjallaskörðin voru tiltölulega greiðfær, þannig að félagsleg-, stjórnmálaleg-, efnahagsleg  og menningaráhrif bárust frá löndum við Miðjarðarhaf og Vestur-Evrópu.  Nú hafa göng víðast tekið við af leiðunum yfir skörðin.  Í gegnum tíðina hefur Slóvenía skipzt milli Hins heilaga, rómverska keisaraveldis, Feneyja, Austurríkis og Ungverjalands.  Mestan hluta 20. aldar var landið eitt lýðvelda Júgóslavíu en eftir hrun kommúnismans varð það sjálfstætt lýðveldi í fyrsta skipti í 1200 ár.

 TIL BAKA        Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir         HEIM