Slóvenía hagtölur tölfræði,
Flag of Slovenia


SLÓVENÍA
HAGTÖLUR
.

.

Utanríkisrnt.

Booking.com

Opinbert nafn landsins er Republika Slovenija.  Þar er fjölflokka, þingbundið lýðræði og þingið starfar í tveimur deildum (40/90).  Æðsti maður ríkisins er forsetinn og höfuðborgin er Ljubliana.  Opinbert tungumál er slóvenska.  Opinber trúarbrögð eru engin.  Gjaldmiðillinn er slóvenskur tolar (SIT; flt. tolarji) =100 slotin.

Íbúafjöldinn 1998 var áætlaður 1.985.000 (98 manns á km²; 48,59% karlar; 50,5% í borgum 1991).

Aldursskipting 1995:  Yngri en 15 ára, 18,1%.  15-29 ára, 22,3%.  30-44 ára, 23,8%.  45-59 ára 17,9%.  60-74 ára, 13,6%.  Eldri en 75 ára, 4,3%.  Áætlaður fjöldi 2010, 2.004.000.

Þjóðerni 1991:  Slóvenar 87,8%, króatar 2,8%, serbar 2,4%, bosníar 1,4%, Ungverjar 1,3%, aðrir 5,2%.

Trúarbrögð 1995:  Kristnir 86,2% (þar af rómversk-katólskir 82,7% og rétttrúaðir 2%, múslimar 1% og önnur trúarbrögð 12,8%.

Helztu borgir 1995:  Ljubliana, Maribor, Novo Mesto, Kranj og Celje.

Fæðingartíðni á 1000 íbúa 1996:  9,3 (heimsmeðaltal 25).  Í hjónabandi 70,2%.

Dánartíðni á 1000 íbúa 1996:  4,8 (heimsmeðaltal 9,3).

Náttúruleg fjölgun á 1000 íbúa 1996:  4,8 (heimsmeðaltal 15,7).

Fjöldi barna á hverja kynþroska konu 1995: 1,3.

Hjónabandstíðni á 1000 íbúa 1995:  4,2.

Skilnaðatíðni á 1000 íbúa 1995:  0,8.

Lífslíkur frá fæðingu 1994-95:  Karlar 70,3 ár, konur 77,8 ár.

Helztu dánarorsakir á 100.000 íbúa 1995:  Blóðrásarsjúkdómar 408,1, krabbamein 235,6, slys 87,6, öndunarsjúkdómar 74,7, meltingarsjúkdómar 56,7 og efnaskiptasjúkdómar 28,8.

Heildarþjóðarframleiðsla 1996:  US$ 18.390.000.000.- (9.240.- á mann).

Erlendar skuldir 1996:  US$ 2.038.000.000.-.

Fjölskyldutekjur (3,1) 1995:  US$ 10.191.-.

Vinnuafl 1995:  58,7% (952 þúsund).

Landnýting 1994:  Skóglendi 53,2%, beitilönd 24,8%, ræktað land 11,6% og annað 10,4%.

Ferðaþjónusta 1995:  Tekjur US$ 1.079.000.000.-.  Gjöld US$ 413.000.000.-.

Innflutningur 1995:  US$ 9.492.000.000.- (vélbúnaður og samgöngutæki 33,8%, efnavörur 12,1%, iðnaðarvörur 10,5%, matvæli 6,7%, eldsneyti 6,6%.  Helztu viðskiptalönd:  Þýzkaland 23,2%, Ítalía 17%, Austurríki 9,7%, Frakkland 8,4% og Króatía 6,1%.

Útflutningur 1995:  US$ 8.316.000.000.- (vélar og samgöngutæki 31,4%, iðnaðarvörur 28,5%, efnavörur 10,5%, matvæli 3,2%, eldsneyti 1,2%.  Helztu viðskiptalönd:  Þýzkaland 30,2%, Ítalía 14,6%, Króatía 10,7%, Frakkland 8,2% og Austurríki 6,4%.

Samgöngur:  Járnbrautir 1995:  1201 km.  Vegir 1994:  14.739 km (79% með slitlagi).  Bílar 1995:  Fólksbílar 698.211, rútur og vörubílar 40.206.  Kaupskipafloti 1995:  13 (100 brúttótonn og stærri).  Fjöldi alþjóðaflugvalla 1996:  1.

Heilbrigðismál 1995:  Einn læknir fyrir hverja 858 íbúa.  Eitt sjúkrarúm fyrir hverja 173 íbúa.  Barnadauði á 1000 lifandi fædda, 5,5.

Hermál:  Fjöldi hermanna 1997 var 9.550.  Herkostnaður 1,5% af heildarþjóðarframleiðslu 1995 (heimsmeðaltal 2,8%) eða US$ 175 á mann.

 TIL BAKA        Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir         HEIM