Ljubliana Slóvenía,
Flag of Slovenia


LJUBLIANA
SLÓVENÍA

.

.

Utanríkisrnt.

Booking.com

Title: Ljubljana's dragonCanon Digital Ixus 500Ljubliana er höfuðborg, aðalstjórnsetur, menningar- og viðskiptamiðstöð Slóveníu við Ljubljanicaána.  Borgin er í dalverpi milli hárra tinda Dinar-Alpanna og þar er oft þokusamt.  Þarna stóð rómverska borgin Emona á 1. öld f.Kr. á hernaðarlega mikilvægum stað við leiðina til Pannóníu.  Barbarar eyðilögðu hana í kringum 500 e.Kr.  Slavarnir endurbyggðu hana og magyarar skemmdu hana á 10. öld.  Á 12. öld fengu hertogarnir af Kamiola völdin, Otakar II, Bæheimskonungur, náði henni árið 1270 og sjö árum síðar tóku Habsborgarar við og skírðu hana Laibach.

Borgin hefur verið biskupssetur síðan 1461.  Frakkar lögðu borgina undir sig árið 1809 og gerðu hana að stjórnsetri illýrísku héraðanna til 1813.  Árið 1821 héldu aðildarlönd Heilaga bandalagsins ráðstefnu í Laibach.  Lagning járnbrautarinnar frá Vín ýtti undir framþróun í borginni, sem varð brátt að aðalmiðstöð þjóðernishyggju.  Erlendum yfirráðum lauk 1918, þegar landið varð hluti af alþýðulýðveldinu Júgóslavíu.  Ljubliana varð höfuðborg sjálfstæðs ríkis 1992.

Miðaldakastali gnæfir yfir borginni og milli hans og árinnar er gamli bæjarhlutinn.  Mikill jarðskjálfti, sem reið yfir 1895, eyðilagði flestar fagrar byggingar, þannig að aðeins fá barokhús standa eftir.  Flest gömlu húsanna eru frá 18. öld.  Það er gaman að kíkja á söfnin, óperuna, háskólann (1595) og fleiri merkisstaði borgarinnar.   Í einu nýju hverfanna er stór og mikill Tívolígarður.

Ljubliana er mikilvæg samgöngumiðstöð á landi við Austurríki.  Iðnaðurinn í borginni byggist aðallega á framleiðslu túrbína fyrir vatnsorkuver, vefnaðarvöru og áls.  Prentverk og framleiðsla skófatnarðar, leðurvöru, efnavöru og sápu er líka mikilvæg.  Íbúafjöldinn 1992 var 276.153.

 TIL BAKA        Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir         HEIM