Króatía, ZAGREB     Meira
KRÓATÍA

.
Flag of Croatia


Republika Hrvatska er lítið, fjölbreytt og hálfmánalaga land á Balkanskaga.  Það liggur að Vojvodina í Serbíu að austan, Ungverjalandi og Slóveníu að norðan og Bosníu-Herzegovínu að sunnan og austan.  Landið á Langa strandlengju meðfram Adríahafinu og syðsti hluti þess snertir Svartfjallaland.  Á tuttugu km svæði við Adríahafið sneiðir Bosnía-Herzegovína suðaustasta hluta strandlengjunnar frá.

Heildarflatarmál landsins er 56.538 km².  Höfuðborgin Zagreb er í norðurhlutanum. Innan marka núverandi Króatíu eru Slavonía, Ístria og Dalmatía.  Þessi svæði voru löngum undir erlendum yfirráðum en héldu engu að síður vestrænu yfirbragði sínu á menningarsviðinu.  Íbúarnir tóku upp rómversk lög, latneska stafrófið og sömdu sig að stjórnmála- og efnahagslegum hefðum.

Ferðaþjónustan fór af stað upp úr 1960 og fram að óöldinni í Júgóslavíu fyrrverandi jókst hróður landsins vegna fegurðar og fjölskrúðugrar menningar landsmanna.

.

Utanríkisrnt.


 TIL BAKA        Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir         HEIM