Króatía meira,
Flag of Croatia

ÍBÚARNIR NÁTTÚRA MENNING
HAGTÖLUR
EFNAHAGUR
STJÓRNARFAR

KRÓATÍA
MEIRA

.

.

Utanríkisrnt.

Skipta má landinu í þrjár landfræðilegar einingar.  Í norður- og norðausturhlutunum eru Pannoníusléttan og hliðargreinar hennar.  Þetta eru frjósömustu svæði landsins á áreyrum Sava og Drava og þar er mest ræktað.  Norðan Zagreb eru Zagorihæðir, sem eru angar Júlíönsku-Alpanna.  Þar eru ávaxta- og vínekrur á milli Sava- og Dravadalanna.  Vestan og sunnan Pannoníusléttunnar , allt að Adríahafi, er miðhálendið, sem er hluti af Dinar-Ölpunum.  Karstsléttur þessa svæðis (aðallega kalksteinn) eru gróðursnauðar efst en neðar eru þétt skóglendi.  Jarðvegurinn á þessum slóðum er fremur ófrjósamur en þó ræktaður að hluta og einnig notaður til beitar.  Hæsta fjall Króatíu, Troglay (1913m), er þarna á miðhálendinu.  Þriðji landshlutinn er strandlengjan með Ístríuskaga í norðri og Dalmatíuströndinni að Kotorfirði.  Ströndin er rúmlega 1800 km löng og fyrir henni eru rúmlega 1100 eyjar og sker.  Þarna er lítið ræktað, enda jarðvegur ófrjósamur og grýttur.

 TIL BAKA        Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir         HEIM