Skipta má landinu í þrjár landfræðilegar einingar.
Í norður- og norðausturhlutunum eru Pannoníusléttan og hliðargreinar
hennar.
Þetta eru frjósömustu svæði landsins á áreyrum Sava og
Drava og þar er mest ræktað.
Norðan Zagreb eru Zagorihæðir, sem eru angar Júlíönsku-Alpanna.
Þar eru ávaxta- og vínekrur á milli Sava- og Dravadalanna.
Vestan og sunnan Pannoníusléttunnar , allt að Adríahafi, er
miðhálendið, sem er hluti af Dinar-Ölpunum.
Karstsléttur þessa svæðis (aðallega kalksteinn) eru gróðursnauðar
efst en neðar eru þétt skóglendi.
Jarðvegurinn á þessum slóðum er fremur ófrjósamur en þó
ræktaður að hluta og einnig notaður til beitar.
Hæsta fjall Króatíu, Troglay (1913m), er þarna á miðhálendinu.
Þriðji landshlutinn er strandlengjan með Ístríuskaga í norðri
og Dalmatíuströndinni að Kotorfirði.
Ströndin er rúmlega 1800 km löng og fyrir henni eru rúmlega
1100 eyjar og sker.
Þarna er lítið ræktað, enda jarðvegur ófrjósamur og grýttur. |