Króatía stjórnsýsla stjórnarfar,
Flag of Croatia


KRÓATÍA
STJÓRNSÝSLA

.

.

Utanríkisrnt.

Booking.com

Hinn 22. desember 1990 gekk stjórnarskrá lýðveldisins í gildi.  Þar var m.a. lögð áherzla á mannréttindi, skoðana-, mál-, rit-, trú- og upplýsingafrelsi, rétt til samkomuhalds, jafnrétti þjóðarbrota o.fl.  Einnig áréttaði hún rétt þjóðarbrotanna til eigin tungu- og ritmáls (hið síðarnefnda með minnihlutahóp serba í huga).  Stjórnarskráin breytti grundvelli þingsins (Sabor), sem starfaði í þremur deildum í samræmi við júgóslavnesk lög.  Framvegis skyldu þær vera tvær, efri- og neðrideild, og neðrideild hefði meira vægi en efrideild á ýmsum sviðum, s.s. í tengslum við  stjórnarskrána, lög, fjárlög, hermál og landamæri.

Kjósendur velja 124 þingmannanna í leynilegum kosningum á fjögurra ára fresti. Nálega helmingur þeirra verða uppbótarþingmenn í samræmi við fylgi flokkanna og aðrir eru valdir með meirihluta atkvæða.  Minnihlutahópar (serbar), sem eru tæplega 8% þjóðarinnar, eiga rétt á a.m.k. fimm þingmönnum í hlutfalli við fjölda á bak við þá.  Héraðadeildin hefur aðallega ráðgjafarvald en getur vísað samþykktum frumvörpum aftur til neðarideildar innan 15 daga frá samþykki þeirra með tillögum um breytingar.  Í héraðadeildinni eru þrír fulltrúar, sem eru kosnir með meirihluta atkvæða 20 sýslna (zupanije) og höfuðborginni Zagreb.  Forsetinn hefur vald til að skipa fimm fulltrúa til viðbótar.  Auk sýslnanna (zupanije) eru tvö svæði (kotari), þar sem serbar eru í meirihluta og njóta sjálfsforræðis í menningarmálum og meiri áhrifa í sveitarstjórnum.  Sýslurnar (zupnije) skiptast í 450 hreppa (opcine).

Forseti lýðveldisins er kosinn í beinum kosningum og meirihluta atkvæða til fimm ára og má bjóða sig fram til einu sinni enn.  Forsetinn hefur víðtæk völd.  Hann skipar ríkisstjórnir, er yfirmaður herafla landsins og getur tekið sér alræðisvald á neyðarstundum.  Forsætisráðherrann er ábyrgur fyrir framkvæmdavaldinu og er ábyrgur gagnvart forsetanum og þinginu en starfar nánar með forsetanum og er háðari honum.  Stjórnarskráin á að tryggja sjálfstæði dómstóla og dómarar eru skipaðir til lífstíðar.

 TIL BAKA        Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir         HEIM