Opinbert
nafn landsins er Republika Hrvatska.
Þar er fjölflokka þing í tveimur deildum, öldungadeild
(Zupanije; 68) og fulltrúadeild (127).
Forsetinn er æðsti maður ríkisins og forsætisráðherra fer
fyrir ríkisstjórn. Höfuðborgin
er Zagreb. Opinbert tungumál
er króatíska (serbó-króatíska).
Opinber trúarbrögð eru engin.
Gjaldmiðillinn er kuna = 100 lipa.
Íbúafjöldi
1998 var 4.672.000 (1997: 82,5 manns á km²; 1991:
54,2% í þéttbýli; 1991: karlar 48,5; aldursskipting 1991: 15
ára og yngri, 19,4%; 15-29 ára, 20,7%; 30-44 ára, 22,7%; 45-59 ára,
18,3%; 60-74 ára, 12,9%; eldri en 75 ára, 4,5%; án skilgreiningar
1,5%). Áætlaður íbúafjöldi
2010, 4.634.000.
Þjóðerni
1991: Króatar 78,1%,
serbar 12,1%, múslimar 0,9%, Ungverjar 0,5%; Slóvenar 0,5%; aðrir
7,9%.
Trúarbrögð
1997: Rómversk-katólskir
72,1%; rétttrúaðir 14,1%; múslimar 1,3%; aðrir 12,5%.
Helztu
borgir
1991: Zagreb, Split,
Rijeka.
Fæðingartíðni
miðuð við 1000 íbúa 1995: 10,5
(heimsmeðaltal 25; 92,4% í hjónabandi)
Dánartíðni
miðuð við 1000 íbúa 1995: 10,6
(heimsmeðaltal 9,3).
Náttúruleg
fjölgun
miðuð við 1000 íbúa 1995: -0,1
(heimsmeðaltal 15,7).
Barnafjöldi
á hverja kynþroska konu 1993: 1,5.
Hjónabandstíðni
miðuð við 1000 íbúa 1994: 5,3.
Skilnaðatíðni
miðuð við 1000 íbúa 1994: 1,0.
Lífslíkur
við fæðingu 1991: Karlar
68,6 ár, konur 76 ár.
Helztu
dánarorsakir
miðaðar við 100.000 íbúa 1993:
Blóðrásarsjúkdómar 533,2; krabbamein 218; slys, ofbeldi og
eitranir 95; meltingarsjúkdómar 49,7; öndunarvegssjúkdómar 45,3.
Ríkisfjármál
1996: Tekjur: Söluskattur
63,2%; tollar 15,6%; tekjuskattur 14,2%.
Gjöld: Varnarmál
36,6%; félagsmál 13,8%; menntamál 11,7%.
Landnýting
1994: Skóglendi 37,1%; beitilönd 19,3%; ræktað land 21,6%; annað
22%.
Vinnuafl
1991: 2.040.000 (42,6%;
15-64 ára, 57,2%; kvenfólk, 42,8%; atvinnuleysi, 11,2%).
Framleiðsla
í tonnum nema annars sé getið: Maís
1.883.000, sykurrófur 906.000, hveiti 741.000, kartöflur 665.000, vínber
373.000, bygg 88.000, plómur 38.215.
Kvikfé (fjöldi): Svín
1.196.000, nautgripir 462.000, sauðfé 427.000.
Námuvinnsla og grjótnám 1995:
kalksteinn 150.000, gips 50.000.
Iðnaðarframleiðsla
í milljónum US$ 1996: Matvæli
895; samgöngutæki 425; rafvélar og tæki 362; fatnaður 260.
Orkuframleiðsla (neyzla) í kWst 1994: 8.275.000.000
(11.840.000.000); kol í tonnum 1994: 96.000 (460.000); hráolía í
tunnum 1994: 11.559.000 (37.280.000); olíuvörur í tonnum 1994: 4.462.000 (3.148.000); náttúrulegt gas í rúmmetrum 1994:
3.054.000.000 (1.427.000.000).
Heildarþjóðarframleiðsla
1996: US$ 18.130.000.000
(US$ 3.800.- á mann).
Tekjur
og gjöld heimilanna. Meðalfjölskylda
1991: 3,1. Meðaltekjur fjölskyldu
1990: US$ 14.650.- (einyrkjar 40,8%, styrkir 12,1%, annað 6,9%).
Meðalgjöld 1988: Matvæli
34,2%, samgöngur 9,3%, fatnaður 8,6%, húsnæði 8,3%, orka 7,6%, tóbak
og áfengi 5,1%, varanlegar neyzluvörur 4,5%, heilsugæzla 4,3%.
Innflutningur
1996: US$ 7.787.000.000. Helztu
viðskiptalönd: Þýskaland
20,6%, ítalía 18,3%, Slóvenía 9,9%, Austurríki 7,7%.
Útflutningur
1996: US$ 4.512.000.000. Helztu
viðskiptalönd: ítalía
21%, Þýzkaland 18,6%, Slóvenía 13,5%, Bosnía 12,2%.
Samgöngur.
Járnbrautir 1994: 2.699
km (farþegakm 962.000.000, tonnakm 1.563.000.000). Vegakerfið 1995: 26.929
km, þar af með slitlagi 82%. Farartæki
1994: Fólksbílar 698.391,
rútur og vörubílar 53.860. Kaupskipafloti
1994: Fraktskip 155.
Loftflutningar 1997: Farþegakm
563.000.000, tonnakm 2.268.000. Fjöldi
flugvalla með áætlunarflugi, 4.
Heilbrigðismál
1994: Einn læknir fyrir hverja 524 íbúa. Eitt sjúkrarúm fyrir hverja 169 íbúa. Barnadauði miðaður við 1000 íbúa, 8,9.
Hermál.
Heildarfjöldi hermanna 1997, 58.000 (landher 86,2%, sjóher
5,2%, flugher og loftvarnir 8,6%. Útgjöld
til hermála 5% af heildarþjóðarframleiðslu (heimsmeðaltal 2,8%). |