Króatía efnahagslífið,
Flag of Croatia


KRÓATÍA
EFNAHAGSLÍFIÐ

.

.

Utanríkisrnt.

Booking.com

Eftir hrun kommúnismans 1990 var hafizt handa við að endurreisa efnahagslífið, leysa það úr fjötrum miðstýringar og byggja það á opnu markaðskerfi.  Ríkisfyrirtæki og verksmiðjur voru einkavæddar og stefnt að stöðugu verðlagi, vöxtum og gengi.  Það hefur reynzt erfitt að ná þessum markmiðum, ekki sízt vegna óaldarinnar, sem hefur ríkt í þessum heimshluta.

Náttúruauðlindir.  Olía og náttúrlegt gas finnst í nægilegum mæli í Pannoníudölum Austur-Slavoníu til að Króatar séu sjálfum sér nægir og eigi samt eftir birgðir til útflutnings.  Báxít finnst í Ístríu og Dalmatíu, kol í norðvesturhlutanum, Ístríu og Dalmatíu og minni birgðir af sínki, járni, býi, kvikasilfri, mangan og salti vítt og breitt um landið.

Orkan
í fallvötnum landsins og stórir skógar eru undirstaða timbur- og trjádeigsframleiðslunnar.  Falleg Strandlengjan er prýdd náttúruhöfnum og sandströndum, sem gera fiskveiðar og ferðaþjónustu mjög aðlaðandi.  Ferðaþjónustan var mikilvægasta tekjulind landsins áður en stríðið brautzt út og verður það vafalítið á ný.


Landbúnaður.  Land, sem notað er til ræktunar og beitar nær yfir rúmlega helming flatarmáls landsins, þótt innan við helmingur þess sé ræktanlegur og u.þ.b. 80% eru í einkarekstri.  Meðalstærð býla er ekki nema 2,9 ha og meðalaldur bænda er 57 ár.  Áveitur eru lítið notaðar, einungis á 0,64% lands (heimsmeðaltal 17,5%).  Það gefur því auga leið, að aldurinn er að færast yfir þá, sem stunda landbúnað og fjármagn skortir til framþróunar.  Fjöldi býla er of litill til að standa undir sér fjárhagslega.  Landbúnaðurinn stendur undir innan við 10% af heildarþjóðarframleiðslunni.

Slavonía er kornforðabúr Króatíu, enda frjósamasta landbúnaðarhéraðið.  Þar er lögð áherzla á markaðsbúskap og býlin eru af hagkvæmri stærð.  Landið var ríkisreign en því var skipt milli bænda gegn hæfilegri leigu.  Helzt er ræktað hveiti, maís, bygg, hafrar, rúgur, hirsi, baunir, sojabaunir, sólblóm, kartöflur, sykurrófur, kaffirót og tóbak.  Kvikfjárrækt:  Svín, nautgripir og alifuglar.  Nokkur er um býflugna- og silkirækt.

Hæðirnar í vesturhluta Pannonia eru að mestu byggðar smábændum, sem stunda blandaðan búskap og bera lítið úr bítum.  Þar er helzt lögð stund á ræktun ávaxta, vínviðar, nautgripa og svína.

Á miðhálendinu eru nokkur rýrustu landbúnaðarsvæða landsins, ófrjósamur jarðvegur og óhentugt loftslag.  Þar er einna helzt hægt að rækta sauðfé og nautgripi, en sums staðar er ræktað bygg, hafrar, rúgur og kartöflur.  Þar sem er hægt að rækta ávexti, er lögð áherzla á plómur, epli, perur, kirsuber, ferskjur og aprikósur.

Strandhéruðin, Ístría og Dalmatía, eru grýtt og þurrkasöm.  Þar eru nokkrir ræktanlegir blettir og rýrt beitiland, sem hentar geitum.  Lögð er áherzla á ræktun vínviðar, ólífna, mandlna, fíkja og annarra ávaxta- og grænmetistegunda, sem einkenna Miðjarðarhafssvæðið.  Talsvert er um býflugnarækt, einkum á eyjunum.

Fiskveiðar.  Króatar nýta u.þ.b. 40 tegundir fiska úr Adríahafinu.  Ferskvatnsfiskur er einkum nýttur í ferðaþjónustunni og hann er að mestu leyti ræktaður í tjörnum.

Iðnaður.  Árið 1945, þegar kommúnistar tóku við völdum í Júgóslavíu, var Króatía iðnvæddari en nágrannalýðveldin og sú þróun hélt áfram.  Fjármunir til þessarar uppbyggingar lentu því miðuðr að hluta til í höndum óráðvandra manna og þjónuðu því ekki tilgangi sínum.  Samt sem áður tryggði fjárfesting í iðnaði, samgöngum og menntun framfarir og jók atvinnu í sístækkandi borgum landsins.  Skömmu áður en stríðsbálið blossaði upp 1991 stóðu iðnaður og námuvinnsla undir rúmlega tveimum þriðjungum heildarþjóðarframleiðslu  landsins.  Aðrar tekjulindir voru bankastarfsemi, þjónusta, verzlun, ferðaþjónusta og byggingastarfsemi.

Mikilvægustu þættir iðnaðarins eru framleiðsla matvæla, víns, vefnaðarvöru, saumavöru, skófatnaðar og efnaiðnaður (gerviefni, hreinsiefni og áburður, eldsneyti og gas).  Skipasmíðar og timburvinnsla og málmiðnaður (ál, járn og stál) eru mikvægar iðngreinar.  Flest iðnfyrirtæki eru í nágrenni borga eins og Zagreb, Rijeka, Split, Osijek, Krlovac, Zadar, Slavonski Brod, Sisak, Varazdin og Vukovar (áður en hún var lögð í rústir 1991).

 TIL BAKA        Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir         HEIM