Króatía landið náttúran,
Flag of Croatia


KRÓATÍA
NÁTTÚRAN

.

.

Utanríkisrnt.

Booking.com

Loftslagið.  Uppi á Pannoníusléttunni ríkir meginlandsloftslag, heit sumur (20-24°C) og kaldir vetur (-2°C-2°C).  Lægsti hiti var mældur –20°C og hinn hæsti 40°C.  Fjalllendi Krbava mælist með 16-20°C á sumrin og –6°C-2°C á veturna en verulega hlýrra er í dölunum.  Úrkoman er talsverð bæði sumar og vetur og snjór er algengur.  Á Dalmatíuströndinni ríkir Miðjarðarhafsloftslag.  Þar hafa svonefndir jugo-vindar frá Afríku talsverð áhrif.  Sumrin eru sólrík, hlý og þurr en veturnir eru úrkomusamir.  Norðantil á ströndinni eru veturnir þurrari og kaldari en sunnar fyrir áhrif frá köldum norðanvindum, bura.  Á sumrin hefur mistral-vindurinn svalandi áhrif á ströndinni og eyjunum.  Meðalhitinn er 2°-8°C á veturna og 18°-24°C á sumrin.  Úrkoma er hófleg á sumrin og meiri á veturna.

Vatnasvið
.
 
Alls renna 26 ár lengra en 50 km um landið.  Þrjár þeirra, Sava, Drava og Kupa eru mikilvægar vegna þess, að þær eru lengstar og að mestu leyti skipgengar.  Sava á upptök í Slóveníu, rennur um höfuðborgina Zagreb og myndar síðan mestan hluta landamæranna við Bosníu-Herzegovínu.  Drava kemur líka frá Slóveníu og myndar stuttan spöl landamæranna við Ungverjaland áður en hún hverfur til Dónár, sem skilur að mestu milli Króatíu og Vojvodina í Serbíu.  Kupa er að hluta landamærin að Slóveníu og Unaáin, sem hlykkjast á hluta landamæranna að Bosníu-Herzegovínu.  Báðar hinar síðastnefndu falla til Sava.  Krka- og Cetinaárnar í Dalmatíu eru mikilvægar vegna virkjanamöguleika og þær falla til Adríahafs.

Mikið vatn rennur neðanjarðar í karstsvæðunum á miðhálendinu og meðfram ströndinni.  Það hefur ekki verið virkjað enn þá en á sinn þátt í einstöku landslagi og jarðmyndunum í Mið- og Vestur-Króatíu.

 TIL BAKA        Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir         HEIM